Syrpa - 01.06.1914, Side 20

Syrpa - 01.06.1914, Side 20
210 SYRPA var svo málóöa að Timfeitch horföi á hann öldungás hissa og hugsaði meö sjálfum sér: „Hann hefir feng- iö sér vel neðan í því“. ,,Við höfum frétt, að þú ert orðinn vellauðugur“, sagði lögregluþjónn- inn. „Föðurbróðir þinn í Rostof er látinn og hefir eftirskilið þér mikl- ar eignir, er hann hefir grætt. á kaup- verzlun sinni og með því hann átti eigi afkomendur, erfir þúalterhann á. Vegna þess hefir borgarstjórinn falið mér að samfagna þér og mælist til að þú kornir upp í ráðhúsið. Timofeitch klóraði sér fyrir aftan hægra eyrað og glápti utan við sig á lögregluþjóninn er stóð bíspertur hálfhlægandi og hneigði sig fyrir lionum í sífellu. ,,Hér liggur fiskur undir steini“, hugsaði ferjumaðurinn. ,,Svona menn hafa ekki mikið fyrir því sem ekkert er“. ,,En hvað gengur annars að þér Míron?“ spurði hann. ,,Þú hefir víst verið í afmælisveizlu hjá vinj þínum“. Lögregluþjónninn sór við allar dýrðlingamyndir almanaksins að hann væri áreiðanlega sendur frá borgarstjóranum. ,,Komdu“, hélt hann áfram. ,,Hann mun sjálfur skýra þér frá þessu öllu saman'1. Timofeitch fylgdi honum og á leiðinni var hann að brjóta heilann um það, hvaða ættingja hann hefði getað átt í Rostof. Að síðustu rifj- aðist það upp fyrir honum að hann reyndar átti föðurbróðir, er hafði sest þar að fyrir mörguni árum, en lengi hafði hann ekkert um hann heyrt. Þegar Tímofeitch kom til borgar- stjórans mælti hann: ,, Föðurbróðir þinn í Rostof er dáinn og hefir eftirlátið þér tvær sölubúðir og yfir hundrað þúsund rúblur“. Litlu síðar lagði Timofeitch af stað. En þrátt fyrir staðhæfingarlög- regluþjónsins trúði enginn að hann væri orðinn auðugur maður, né vildi lána honum peninga. Sjálfur átti hann ekki einu sinni fimm rúblur. En hvernig sem honum hefir nú gengið konist liann loks til Rostof. Þegar ferjumaðurinn leit öll þau auðæfi er honum höfðu hlotnast, ætlaði hann varla að trúa sínum eigin augum; jafnvel í sínum djörf- ustu draumum, hafði hann aldrei hugsað sér slíkt ógrynni fjár. Og hvernig átti hann nú að nota allan þenna auö? Sú hugsun vakti hjá honum miklar og margvíslegar á- hyggjur. Á sumum stöðum átti hann rnikla inneign. Á öðrum stöðum skuldaði hann töluverðar fjárupphæðir. Nú þurfti að hefja lögsókn á hendur nokkrum skuldunautum og greiða að fullu nokkra víxla, er fallnir voru í gjalddaga. All-mikið af vörum hafði verið sent til umboðsmanns í Moskva og eigi lítið til landamæra Kirgisa. Og umboðsmennirnir rit- uðu honum bréf og gáfu honum til kynna að þeir biðu frekari fyrirskip- ana. Timofeitch var óbrotinn ogómen>t- aður alþýðumaður. Hann hafði al- drei haft reikningsfærslu á hendi, og nú varð hann í senn að færa tíu stórar bækur á dag. Hann varð ráðþrota og vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Hann gat ekki leitað ráða hjá neinum í þessari ókuunu borg. Að vísu þótt- ust margir vera vinir hans, en til-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.