Syrpa - 01.06.1914, Síða 22

Syrpa - 01.06.1914, Síða 22
 ISLENZKAR ÞJODSAGNIR. I. M Frá Þorleifi skáldi Þórðarsyni. Eftir E. S. Wium. I. Ur alþýöuhópnum eru tveir menn náfnkunnastir á seytjándu öld: Jón Guöinundsson, læröi — tannsmiður ogf Þorleifur Þórðarson — Galdra- Leifi. — Jón og Þorleifur voru báðir álitnir kraftaskáld og fjölkyng'is- menn, og voru þeir félagar um eitt skeið, pg hjálpuðust að því að koma niður hinum illræmda Snæfjalla- draug. En æfikjörin þeirra voru ólík. Jón Guðmundsson var land- hornamaður, hrakinn og ofsóktur á allar lundir. Þrátt fyrir það var hann þó virður vel af ýmsum úr hópi hinna lærðu manna, vegna kunnáttu sinnar og fróðleiks. Þor- leifur hinsvegar liföi í ró og næði til daganna enda. Hann bjó á Strand- seljum við ísafjarðardjúp að vestan, í tíð Ara Magnússonar sýslumanns í Ogriper kallaður var ,,hinn ríki“. Var hann sonur Magnúsar prúða Jónssonar, skálds, er kvað Pontus rímur og fleira. Þeir feðgar báðir voru hinir mestu ágætismenn, og þjóökunnir á sinni öld sem mikil- menni. Margt er í þjóðsögum til um við- skifti Ara sýslumanns og Þorleifs þórðarsonar. Þeir áttu talsvert sam- an að sælda, og bar margt til þess en þó einkanlega það, hvað skamt var milli bæja; og svo hitt að Ari var stórauðugur, en Þcrleifur sár- fútækur alla æfi, og þurfti því marg- sinnis að leita á tiáðir hans í bjarg- arleysi sínu. En þótt völdin og auðurinn væri Ara megin, enn örbyrgðin eingöngu á Þorleifs hlið, þá skiftir þjóðsagna- fræðin þannig á milli þeirra, að Þor- leifur bar ávalt hærri hlut frá borði, í öllum viðskiftum. Kunnátta og vitsmunir Þorleifs jafna þar reikn- ingshallann alstaðar. Þorleifur kom Ara oft til liðs, þá til vandræða horfði, og vann fyrir hann ýmislegt er ekki þótti annara meðfæri. Ari hinsvegar reyndist honurn sannur bjargvættur, þegar hann var í nauðum staddur með sig og hyski sitt. Enda þólt Þorleifur hafi eitlhvað þekt í fornum fræðum þá helir hann samt vafalaust verið meinleysismað- ur, og farið spaklega með fjölkyngi sína og kraftaljóð. Annars myndi

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.