Syrpa - 01.06.1914, Síða 26

Syrpa - 01.06.1914, Síða 26
216 SYRPA fískimönnum, er árlega sigldu norö- ur ti! íslands stranda, að útvega sér þaðan konu-mjólk og úr því héraði þar sem Bullufranki vardrep- in. En hér stóð Þrándur í götu hennar, því Þorleifur hafði glöggar gætur á öllu atferli kerlingar, og þótt löng væri leiðin á milli þeirra, þá vissi hann gjörla um alt ráða- brugg hennar. Hafði sína frétta- snata á ferli, er voru eins duglegir að grafast fyrir leyndarmálin eins fréttaritarar stórblaðanna á vorum tímum — og þó voru þeir launalaus- ir greyin. Þorleifur lagði þau ráð á, að senda henni tíkar-mjólk. En kerl- ing varð þess fljótt vís, að hún hefði verið svikin og göbbuð. Sá hún þá að ekki mátti svo búið standa, og bjóst sjálf til íslandsferöar, því nú skildi skríða til skarar. Keypti hún sérknörr einn mikinn og vel út- búinn, og valdi til skipshafnar æfða siglingamenii, er kunnar voru leiðir í norðurhöfum. Lagði hún svo fyrir að eigi skildi lengra farið en í land- sýn, það væri sér nóg. Þorleifur hafði gát á hvað henni leið. Gjörði hann á móti henni afskaplegt kyngi- veður. En skip kerlingar var svo vel útbúið, að það sigldi jafnhratt mót veðri því sem aðrir undan, og herti þó Leifi á storminum sem mest liann mátti. Var ósýnt hver þar myndi bera sigur af hólmi. Ilafrót- ið gat hún þó elcki ráðið við, og gjörðist það afskaplegt, og því verr sem nær dró landinu. Þegar skip hennar var komið all-nærri íslands- ströndum, sendi hún gæzlumann upp í 'reiðann að segja til er landið kæmi í augsýn. Og þegar hanri hrópaði að land væri fyrir stafni, fór kerlíng sjálf að staulast á lappirnar, og var þó eigi árennilegt fyrirgamla og fótstirða að klifa upp reiða skips-. ins eins og þá stóð á. Þorleifur vissi þetta, og steig þá öðrum fæti í sjóinn en stóð með hinurn á þttrru. landi. Risu þá hirriinháir boðar um- hverfis skipið og köstuðu því á ýms- ar hliðar, og fékk eigi kerling hald- ið sér í reiðanum. Stej'ptist hún niður á þilfarið og var þegar örend. Og þar með var líka ferðasögu hennar lokið. Svo sagði Þorleifur sjálfur frá, að það hefði verið ætlan kerlingar að eyða landsbúum með drepsótt. En fyrir hans ráð var því afstýrt; en þeir fengu í staðin hundasýki þá er síðan hefir geysað á íslandi. Þann- ig skýrir þjóðsagnafræðin frá upp- runa hennar. Þorleifur sagði einnig að viður- eign sín og hinnar spönsku gaklrá kerlingar hefði verið hið mesta þrautaverk sem hann hefir unnið. Þar hefði hann komizt í hann krapp- astan á æfinni. Ekki skal neitt um það sagt, að hve miklu leiti framanrituð ræn- ingjasaga hvílir á sannsögulegum grundvelli. Hitt er víst, að Gas- kónar rændu á Vesturlandi, og höfðu aðsetur silt í Æðey og voru drepnir þar árið 1615. Jón Guðmundsson lærði er uppi var á sama tírria, og um eitt skeið félagi Þorleifs Þórðar- sonar, hefir ritað sögu um rán og afdrif Gaskónanna; og er hún énn þá til. Síra Ólafur Jónsson prestur á Söndum í Dýrafirði kvað og lang- an söguljóðabálk um sama efni, og er hann í kvæöa-syrpu hans. Sú bók er einnig til. Bullufrankagjá ber og enn í dag

x

Syrpa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.