Syrpa - 01.06.1914, Page 30

Syrpa - 01.06.1914, Page 30
V 220 SYRPA ganga berfætt að öörum kosti ef hann bregöist sér. Ari kvaöst ekki hafa skóleöur til sölu. Hann veröi því aö leita annara en sín er færri menn haíi til að skóa. Þorleifur kvaö hann eiga margar gamlar nauta'núö- ir í eldaskála og geti því vel mist eina sér aö bagalausu. Ari kvaö það lýgi hans. Þar væri eigi annaö aö sjá, en fáeina sauðabjóra og nokkra lambskinns snepla. — Þorleifur kvað það myndi sýna sig brátt hvort sjálft yfirvaldið færi með lygi. Þeir þrfitt- uöu um þetta nokkra stund í bæjar- dyrum og stóð sinn hvorumegin út viö vegginn, þaöan lágu löng göng til eldhússins. Þá voru griðkonur viö matgerð í eldaskála. Vonum bráöar bárust þaðan hljóð og háv- aöi nokkur til bæjardyra. Og er minst varöi, kemur nautshúð ein mikil skoppandi á skæklum l'ram göngin og út á milli þeirra. Sá Ari það til hennar síðast aö hún hvarf austur um Ögurháls. Þá hló Ari og mælti: Já ekki þurfti fjanda ráð að kenna. Nú ertu þá búinn að fá á lappirnar Þorleifur, því að þarna fórstu með vænstu húðina mína. Þorleifur þakkaði honum húðina sem bezt, og kvaö hann myndi uppskera mikil Iaun á dómsdegi fyrir slíka hjálpsemi viö stiauða menn og ves- alinga. Ari baö hannaldrei þrífast, og snauta heim sem skjótast og gæta húöarinnar því ekki væri víst aö sendisveinninn hefði skilaö henni á Strandseljum. Hann gæti hafa mynt aö Þorleifur ættiheima atinars staöar og fariö meö húðina þangaö. Þorleifur glotti og gekk á braut án þess aö svara. (Jm þetta kvað Þorleifur löngu síöar vísu þessa: Ylgdur varö hann Ari þá ákaft saup á hveljum skinnið sitt, er skoppa sá á skæklunum heirn aö Seljum. (þ. e. Strandseljum). IX. Vetur einn harðan og langan, féll snær svo mikill um alt Vesturland aö undur þótti, og mundi enginn maöur slíka fannkyngi. Sukku þá bæjir víöa í djúpfenni, þar sem dalir voru þröngir,og peningshús á mörg- um stöðum hörfu alveg. — Ari í Ögri álti skip mörg, bæði stór og smá, er hurfu öll undir snædynguna og óttaöist hann aö þau myndu brotna í spón. Þótt starfsmenn í Ögri væru rnargir, þá höföu þeir æriö aö vinna, því fjöldi varö aö moka snjó alla daga. Voru því engin tök á því að moka upp skipin, og færa á óhultan stað. Sá nú Ari bóndi aö eigi mátti svo búið standa. og sendi orö Þorleifi aö hjálpa, og skildi það vel launaö. Þorleifur lézt ófús í fyrstu að taka þann starfa að sér. En Ari sótti fast á, og kvaö hann einn eiga völ á nægum liös- afla, ef sig grunaði rétt. Þorleifur glotti við, og kvaö eigi víst aö pilt- ar sínir vildu starfa í þágu Ögur- bóndans. Ari kvað þá eigi hús- bóndaholla ef þeir eigi vildu Þor- leifs gagn í hvívetna. Þorleifur kvaöst þá myndi taka aö sér verkið meö því móti aö Ari sjálfur kæmi þar hvergi nærri, eöa nokkur af mönnutn hans; eöa forvitnuðust um hvernig verkiö gengi, því .annars gæti svo fariö að einhver spjöll yröu á verkinu. Ari lofaöi þá hátíölega aö láta alt vera afskiftalaust frá sinni hliö. Aö svo mæltu tók Þor- leifur til verka.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.