Syrpa - 01.06.1914, Page 31

Syrpa - 01.06.1914, Page 31
ÍSLENZKAR ÞJÓÐSAGNIR En illa hélt þó Ari þetta loforö sitt. Forvitnin lét hann ekki í friöi, svo hann nokkru seinna læddist þangaÖ, er haun hélt sig ósýnilegan augum Þorleifs og hans vinnulýös. Var þá svo iangt komiö verkinu aö púkar hans voru aö moka upp síö- asta og stærsta skipiö. Þótti hon- um þar hrottalega gengiö aö verki. Snjórinn þyrlaöist tipp í himinháa stróka, eins og af. hvirfilstormi, og kastaðist svo út til allra hliða. Þar skamt frá stóö Þorleifur sjálfur og hrópaði í sífellu: Ekki aö brjóta ! Ekki að brjóta ! Því Ari bóndi á ! Ari bóndi á ! Þegar Ari hafði horft á þetta lit!a stund, sem höggdofa, hvaö viö geysihár brestur og knörrinn sprakk aö endilöngu milli stafna. Þá leit Þorleifur í áttina þangað sem Ari liaföi falið sig og mælti svo hátt að hann mátti gjörla heyra: ,,Sjáðu nú Ari minn, aÖ fáum leiðir gott af forvitninni". Ari snöri þá sneiptur heim til sín aflur, og vildi gjarna hafa setiö kyrr. Litlu síðar kom Þorleifur. Haföi hánn þá lokiö verki sínn til fulls, svo sem áskiliö var í fyrstu; komið öllum skipunum úr hættu, og geng- iö frá þeim traustlega. ,,En spjöll- in’ á verkinu“, mælti hann, ,,eru þér en ekki mér að kenna“. Ari kvað þaö satt vera. Fjand- ans forvitnin hefði hlaupið þar með sig í gönur, og svift sig dýrmætasta erfðagripnum, — en Þorleifur myndi þó hafa getaö afstýrt óhappinu hefði hann viljað. Þorleifur glotti og svaraði því cngu. X. Maður spuröi Þorleif að heiti og )iann svaraöi með vísu þessari: 221 Sjáðu hann Þorleif Þórðar-niö þektan af spökum mönnum og hefir ei lært þann heimsku siö aö hafna guði sönnum. Þorleifur var eitt sinn staddur þar seni rætt varum féfýkn ríkismanna, þá kvaö hann þetta: Ekki neitt eg í þeim skil auðs er lirúgum safna; en hvað hefir gengið guöi til aö gjör’ ekki alla jafna ? Vísur þær sem hér fara á eftir, kvaö Þorleifur er hann fann aö dauðastund sín myndi vera í aðsígi. Sýna þa r, aö ekki liafi æfi lians ver- ið tómir sæludagar, eða sólskins- stundir, þótt hann slyppi frí við galdraofsóknir. Losnar nú, þaö viss er von við sitt rauna-tjóður Þorleifur skáldið Þórðarson þreyttur og ellimóður. Allslaus kom eg inn í heim allslaus bjó þar löngum, allslaus fer eg út úr þeim afardimmu göngum. Mótgangsaldan, mjög var jöfn mændi’ yfir stefni knarrar; kemst eg senn í kyrra höfn kveöur mig Hel til farar. Maöur nokkur sem ekld þekti Þorleif nema af afspurn, og sögu- sögn óhlutvandra manna, kallaöi hann guðlausan galdrahund. Þeg- ar þeir sáust löngu síöar kvað Þor- leifur: Lastiö þitt mér þótti slæmt — þaö held eg engin styðji, — þú hefir breyzkan bróöur dæmt brotlegur Adams niöji.

x

Syrpa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.