Syrpa - 01.06.1914, Side 39

Syrpa - 01.06.1914, Side 39
MAGNHILDUR 229 licgar hún gekk inní herbergið. Presturinn átti tvær dætur. Þær voru með smá enni, kringluleit höf- uð og ljósar fléttur. Pyrir þær liafði nýlega verið fengin kenslu- kona, sem var föl en feitlagin, með fleygnari háls en Magnhildur hafði nokkurn tíma séð. Þegar hún talaði var sem stæði köggull í liálsi hennar. Magnhildi varð ])að ósjálfrátt á að ræskja sig í nokkur skifti, hennar vegna, sem þó kom að engum notum. Hún spurði að heiti Magnhildar, og hvort hún væri læs, og það var hún því allir hennar ættmenn liöfðu verið mjög námfúsir. Og bar þá kenslukonan upp þá tillögu,—en altaf með þessum sama óhreina liljómblæ í málróminum,—að hún væri látin læra með dætrum prests- ins, til þess að reyna að auka áhuga þeirra fyrir náminu, liún hafði einu ári fleira enn eldri dóttir prestsins. Frúin sat þar til hliðar við út- sauma, hún leit upp sem allra snöggvast, horfði á Magnhildi og mælti síðan: “Gjarnan það,” og hélt áfram við saumaskapinn. Hún var meðal kvennmaður á hæð, ekki mögur, þó ckki beinlínis feit, liafði lítið höfuð með ljósu hári. Presturinn þrekinn og þunglama- legur, kom niður, eftir að hafa farið ú'r licmpunni, reykti pípu sína; um leið og hann gekk í gegnum her- bcrgið sagði hann: “Eg sé að það kemur vagnhlass af fiski,” og liann hélt út úr hcrberginu. Yngri dótt- ir prestsins tók aftur til vinnu sinnar. En Magnhildur vissi ekki hvort liún ætti að vera þar sem hún væri niður komin, eða fara fram í eld- húsið. Hún sat á eldiviðarkass- anum, kvalin af þessari óvissu, þegar kallaö var til miðdcgisvei'ðar, allir lögðu niður vinnu sína, stúlk- an lmetti að spila og lokaði hljóð- færinu. Þegar Magnhildur var orðin ein eftir, enn hcyrði glamra í hnífum og göflum í hinu licrberginu, fór hún að gráta, vesalingurinn sem ekki hafði bragðað neinn mat all- an þann dag, og var eðlilega svöng. Undír miðri máltíðinni kom prest- urinn út úr borðstofunni, því það liafði komið sér saman um það fólkið að kaupa meiri fisk. Hann opnaði gluggann og beiddi fiskisal- ann að staldra við, þangað til þau höfðu lokið máltlðinni. Hann sneri síðan við, til að ganga inn í borðstofuna aftur. Enn varð litið útí hornið þar sem Magnhildur litla sat á eldiviðar kassanum. “Ertu svöng,” spurði liann, en hún svaraði cngu. Hann liafði um- gengist nógu lengi bændastéttina til þess að vita að þessi þögn henn- ar, þýddi skýrasta “Já.” Ilann leiddi liana inn í borðstof- una, var henni þar þeigjandi valið sæti við borðið. Eftir miðdegisverðinn var hún að leikjum með prestdætrunum, las meö þeim og fékk kenslutíma í biblíusögum með þeim. Hún drakk cftirmiðdagskaffið við sama borð og þær, og á millum þeirra, svo léku þær saman uns kvöldverður var borðaður. Þcsa nótt svaf hún á lcgubekkn- um í borðstofunnii, daginn eftir vann liún og lék sér með dætrum prestsins. Hún átti ekki önnur föt cn þau sem hún stóð í. Enn kenslukon-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.