Syrpa - 01.06.1914, Qupperneq 60
250
SYRI’A
get sagt yöur það með sarini, að eg
veit ekkert með vissu um þetta, en
þó er það grunur minn, að þér mun-
ið verða nokkurs vísari, ef þér snú-
ið yður til þess manns, sem eg vísa
yður á“.
Síðan nefndi hann nafn mannsins,
— en eg held það sé best að þegja
yfir því —.
Þegar Kífi kom til hans, fór alt á
sömu leið, og svo koll af kolli. Fór
því fram í marga daga, að hann
gekk frá einum til annars.
Allir voru þeir í nýjum klæðnaði,
og óku í nýjum vögnum, og áttu
ný og skrautleg hús til íhúðar.
Þeir voru líka glaðir og ánægðir,
en þó brá þeim jafnan, er Kífi skýrði
frá erindi sínu.
,,Eg er áreiðanlega á réttri leið“,
hugsaði Kííi. „Þessir fatnaðir og
þessir nýju vagnar eru alt gjafir
púkans i flöskunni; og þessir menn
sem eru svona glaðir og ánægðir,
eru þeir sem vel liafa kunnað að
nota flöskuna sér til hagsmuna, en
losnaö svo við hana meðhægu mótj.
Þegar eg sé fölar kinnar og heyri
þung andvörp, þá veit eg, að flask-
an er ekki langt undan landi“.
Loks vildi svo til að honum var
visaö á hvítan mann, sem bjó í Ber-
itaniagötunni. Hann kom heim til
hans síðla dags, um það leyti, sem
venja var bot garmanna að eta kveld-
verð. Hann sá þegar öll sömu merki
auðlegðar og velmegunar, sem hann
hafði séð, þar sem hann hafði komið
áður þar í borginni. Húsið var ný-
legt og garðurinn nýsáinn, og raf-
magnsljósin ljómuðu í hverjum
glugga. En þegar Kífi hitti húsráð-
andann, barðist vonin og óttinn í
brjósti honum. Það var ungur mað-
ur. Andlitið var nábleikt, og svartir
hringir um augun; hárið ógreitt og
alt í sneplum.og svipurinn og augna-
ráðið var eins og svipur og augna-
ráð þess manns, sem bíður eftir Iíf-
láti sínu.
,,Hér er flaskan áreiðanlega11,
hugsaði Kífi með sér, og hann hirti
ekki að draga dul á erindið. ,,Eg
er kominn til þess að kaupa flösk-
una“, mælti hann.
Húseigandinn riðaði áfótunum og
hröklaðist út að herbergisvegnum,
þegar Kífi nefndi flöskuna. ,,Flösk-
una ! Til tið kaupa flöskuna !“
stundi liann. Það var eins og hann
ætlaði að kafna. Hann greyp í liand-
legginn á Kífa, og dró hann með
sér inn í næsta herbergi, helti víni
á tvö glös, og bauð honum ;tð
drekka.
,,Skál“ sagði Kífi, því hann hafði
áður verið mikið með hvítum mönn-
um. ,,Já“, bætti hann við, ,,eg er
kominn til þess að kaupa flösktina.
Hvað kostar hún núna?“
Húsráðandinn misti glasið, og
starði á Kífa, eins og hann væri
afturganga.
,,Hvað kostar hún ! Veiztu ekki
hvað hún kostar?“ sagði hann.
,,Eg er einmitt að 'spyrja yður
hvað hún kostar“, svaraði kífi. ,,En
hversvegna verður yður svo mikið
um þetta ? eru nokkrir annmarkar á
um verðið ?“
,,Verðið hefir mikið lækkað síðan
þér áttuð flöskuna, lierra Kífi“,
stundi hann loks upp.
,,jæja, því mitina þarf eg að
borga“, sagði Kífi. ,,'Eöa livað
hafið þér gefið fyrir flöskuna ?“
,,Tvö cent“, svaraði húseigand-
ínn, og fölnaði í framan.
,,Hvað eruð þér að segja?“ kall-
aði Kífi upp yfir sig; ,,tvö cent.