Syrpa - 01.06.1914, Side 63

Syrpa - 01.06.1914, Side 63
FLÓSKUPÚKINN 253 ,,Nei, þú hefir enga ástæðu ti þess, elsku barn, en eg hlýt aö syrgja þegar eg hugsa um eldinn 6 slökk vanda“. ,,Þú mátt ekki minnast á þaö“, sagöi Kókúa. Það getur enginn oröiö fordæmdur vegna þess að liánn hefir elskað Kókúa, ef hann hefir enga synd drýgt. Eg segi þér það satt, aö annaöhvort skal ég frclsa þig, eöa þíi sæta sömu forlög- um og þú. Þú hefir elskaö mig og fórnað til þess sálu þinni, hví skyldi eg þá ekki geta dáið til þess aö frelsa þig !' ‘ ,,Ó, elsku konan mín ! Til hvers væri það, þó þú dæir fyrir mig hundraö sinnum", andvarpaði Kífi, ,,en ef þú dæir, þá þyrfti eg aö þreyja einn og bíða glötunarinnar“. .,Þú veist ekki, þaösem eg veit“/ sagði Kókúa. ,-Eg er uppalin á skóla í Honólúlú, og er ekki eins og algengar ómentaöar stúlkur eru. Eg segi þér það salt elskan mín, að eg skal frelsa þig. Þú varst að tala um éitt cent. Heimurinn er þó ekki allur amerískur. Þaö er til pening- ur á Englandi, sem kallaöur er farthing, og hann gildir svo sem hálft cent. En tll allrar ógæfu er þaö ekki nóg, því aö sá kaupandi héldi þá, aö hann væri glataöur, og engiun er eins einbeittur og hug- prúöur eins og þú. En þaö eru til örlitlir peningar á Frakklandi, sem heita centimur, og þaö eru nærri fimm centimur í centi. Það veröur þaö allra bezta. Kom þú meö mér, Kífi; viö skulum fara yfir til frönsku eyjanna. Viö skulum fara til Tahiti með fyrstu ferö. Þar er hægt aö selja flöskuna fjórum sinnum, og viö erum tvö til þess aö reyna aö selja hana. Kom þú nú, Kífi, og kystu-mig, og glej'mdu allri sorg. Kókúa ætl- ar að frelsa þig“. ,,Þú ert engill, Kókúa“, hrópaöi hann upp yfir sig; guð getur ekki hengt mér fyrir þaö, að eg hefi sótt eftir svo háleitu. Viö skulum gjöra, eins og þú segir fyrir. Eg legg lff mitt og siluhjálp á vald þitt“. Snemma næsta morgun fór Kókúa aÖ undirbúa förina. Hún tók kistu þá, sem Kífi hafði haft með sér, þegar hann var í förum. Hún lét flöskuna neðst á kistubotninn, en ofan á lét hún fegurstu dúkana og dýrmætasta skrautiö, ssm til var i húsinu. Hún sagöi að menn þyrftu að sjá aö þau væri rík, svo þeir tryöi á töframagn flöskunnar. Hún var fjörug og kát, eins og fugl á kvisti, meðan hún var í þessuin undirbúningi. En hún leit stöku- sinuum á Kífa, og þá komu tárin fram í augun á henni, og hún hljóp til hans sem snöggvast og kysti hann. Kífa fanst eins og þungum steini væri létt af brjósti sér, þegar hann þurfti ekki lengur aöberasorg sína einsamall, og gat haft von um aö hann yrði frelsaöur. Fótatakiö varö léttara, og honum var ekki eins þungt um andardrátlinn. En þó gat hann ekki alveg hrundiö frá sér kvíðanum. Stundum dó vonin í brjósti honum, eins og ljós slokni, og honum fanst sem hann sæi rauöa logana gjósa upp úr djúpinu. Þau létu það nú spyrjast, aö þau ætluöu að feröast til Bandaríkjanna sér til skemtunar. Mönnum þótti þaö að vísu nokkuö kynlegt, en þó myndi það hafa þótt meiri firnum sæta, ef hiö sanna hefði oröiö upp- víst. Fyrst fóru þau meö ,,Hal!i“ til Hónólúlú, og þaöan meÖ ,,Úma-

x

Syrpa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.