Syrpa - 01.12.1920, Blaðsíða 21

Syrpa - 01.12.1920, Blaðsíða 21
S Y R P A 371 gripimir (iþessir algengu) hefÖu veriS 1000 pund hver, þá hefÖu þeir gert, segjum á 8 cent pundiS, $16.00 meira; seldust þeir, segjum, 3 centum minna pundiÖ en gó'ðir grípir, gerir sá mismunur á 800 pundum $24.00. iÞessir aigeiigu gripir selldust því á $40.00 minna hver, en ef þeir heiSu náÖ því aS teljast góöir gripir. Þetta þýSir í rauninni jþaS, aS 1 góður nautgripur ( 1 000 pund eÖa yfir) færir bóndanum eins mikla eSa meiri peninga, þegar hann er seld- ur á markaÖi tii slátrunar, og 2 aigengír gripir. FóSriÖ kostar miklu minna fyrir I góðan grip en 2 algenga, einn gripur útheimt- ir minna fjóspiláss en tveir og þarf minni hirSingu. 1 hverju er mismunurinn á góðum og algengum (Jélegum) nautgripum innilfalinn, hvort sem er til mjólkur, holda eSa hvort- tveggja sameinaS? munu sumir spyrja. Þeir sem reynslu og þekk- ingu Ihafa svara: Mismunurinn er fyrst og fremst ínnifalinn í kyn- inu — hreinu kyni af hverri tegundinn, sem er — en einnig í upp- eldi og allri meSferS á skepnunni. Og hvernig á maSur aS fara aÖ því aS koma sér upp hjörS af hreinu kyni? mun spurt næst. Til iþess eru tveir vegir, svara iþeir, sem vit iþykjast hafa á málefn- inu. Annar vegurinn er sá, aÖ útvega sér strax í byrjun bæSi ungan tarf og kvígur af algerlega hreinu því kyni, er maÖur ætlar aS hafa sem hjörÖ. Hinn vegurinn er að útvega sér einungis tarf af hreinu kyni, og koma þannig upp hreinkynjaðri hjörð smátt og smátt. Eftir því sem samanburðar-skýrslur um þessar tvær að- ferðir sýna, er hin fyrnefnda langt um filjótlegri •--- eins og gefur að skilja — og þar að auki vissari, með því blandaða afkvæm- inu kippir stundum lengi í lakara kynið. Síðar verður ef til vill tækifæri til að fara nákvæmar út í þetta efni. -Ráðlegging vor til þeirra íslenzku bænda í þessu landi, sem ekki hafa þegar verið sér úti um hreint nautgripa-kyn af ein- hverri tegund, eða eru byrjaðir að bæta það, að losa sig við rusl- ið — hina svonefndu algengu gripi (common = scrub) , og útvega sér sem allra 'fyrst gripi af hreinu kyni og koma sér upp hjörð af þeim, hvort sem sú ihjörð gæti verið stór eða lítiil, því það borgar sig ekki nú á dögum að eiga ruslið. En um leið verSa menn ------------ þeir sem ekki þegar kunna — að læra lílfsreglurnar viðvíkjandi uppeldi og meðferð þessara hreinkynja hjarða sinna.

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.