Syrpa - 01.12.1920, Blaðsíða 28

Syrpa - 01.12.1920, Blaðsíða 28
378 S YRPA notaS sem vort mó&urmál—er þaó, aS vinur vor og frændi, Kristján Níels Julíus (Jónsson), afhenti oss (meS eigin hendi) ný- útkomna—ljóSabók sína “KviSlingar. ” Hann baS oss ekki aS bera neitt lof á bókina—ljóSin í henni—gaf hitt heldur í skyn, aS vér bæSi ættum og mættum skamma hann fyrir 1 jóðasafniS.— Jæja,vér skulum nú fara nokkrum orSum um ljóSasafniS, eins og vér lítum á þaó, alveg án tillits til þess sem höf undurinn sagSi, án kunningsskapar viS hann, o. s. frv, Vér höfum lesiS “Kviðlinga” oftar en einu sinni, og þyí oftar sem vér lesum IjóSin í bókinni, þess meira dáumst vér að fjöldamörgu, sem í henni er. Margt er þar vel hugsaS og skipulega ; en þaS sem einkennir öll ljóSin er fyndnin, orS- hepnin, gamaniS (oftast græskulaust) og kímnin. Höfundur- inn er, í stuttu máli, kímnis-skáld (humourist) fyrst og fremst. í þeirri grein er hann einstakur meSal allra íslenzkra skálda, er vér þekkjum. Hann er, aS voru áliti, Mark Twain íslenzku þjóðarinnar. Hann er frumlegur, og enginn “skáldaspillir'' (eftirherma annara—'‘plagiarist”), enda er hann þess meSvit- andi sjálfur, eins og sést á fyrstu vísunni í bókinni (í ^ívarpi) er hann segir : “Mín eru ljóS ei merkileg, mínir kæru yinir ! En oft og tíSum yrki’ eg öSruvísi' en hinir. Höf. “KviSlinga’' er ekki níSskældinn, ekki skamma-skáld, og alls ekki skopskáld, þótt skopi (skaupi) bregSi fyrir í ein- stöku vísu eSa ljóSi. Hann er, eins og vér höfum þegar sagt, kimnis-skáld, en kímni (sumir stafa þetta orS meS ý — kýmni) er alt annaS en skop, sem felur í sér hugmyndina : illgirnislegt háS og spott. Þessu tvennu—kímni og skopi—blanda menn oft saman eSa misskilja þýSingu orðanna. Þannig minnumst yér aS hafa séS þaö í ritdómi um “KviSlinga” í vestur-í»lenzku

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.