Syrpa - 01.12.1920, Blaðsíða 12

Syrpa - 01.12.1920, Blaðsíða 12
362 S YRP A Já, svaraði eg; og þá hvarf raaerin iþegar út í myrkriS. Eg gekk Ihratt yíir mýrlendiS lí áttina til skipabryggjanna, og eg var þegar farinn aS sjá ljósin á höfninni. Samt «em áSur fanst mér eg ekki vera sloppinn, og eg leit oft í kringum mig, án þess aS sjá eSa Iheyra noikkuS tortryggilegt — þar til alt í einu aS mán- inn skauzt fram undan skýi og, rétt fram undan' mér, sá eg geisla, sem þó ekki var geisli, he’ldur endursikin alf geisla. Eg ibar vinstri höndina fyrir mig í skyndi, og þá fór hnífur — sem var eins og meS sagar-tönnum — í gegnum höndinaf og eg rak upp hljóS af sársauka. MeS hægri hendinni greip eg þann, sem gerSi árásina á mig, en hann var aS mestu nakinn og ataSur einhverri feiti — viS- smjöri — svo hann sneri sig úr höndum mínum eins og áll. En samt sem áSur flýSi maSurinn ekki, heldur stóS fáein skref í burtuf í Iþví skyni aS gera aSra árás á mig, og þá sá eg lílka aS þaS voru nokkrir menn meS honum. Eg sá á því, hvernig svárta hár- iS á þessum mönnurn var sett upp í strýtu, aS þeir voru Malayar; en hann, sem var leiStogi þeirra, var manndjöfullinn, er eg hafSi séS vera aS kynda eld í kjallara-holunni í drykkjukránni. Og njarta mitt barSist í brjósti mér, á meSan eg’beiS þarna eftir nýrri árás. *■ ' “«! Þá snerti mjúk hönd mig og rödd sagSi: “ÞaS er eg.” Og rnærin hafSi tekiS utan uim þann fingur minn, sem óláns-hringur- inn var á, og sagSi: “Eg hlýt aS gera IþaS, hvort sem eg vil eSa ekkif af því eg elska hann.” Og áSur en eg vissi hafSi hún bit- iS fingurinn í sundur fyrir ofan hringinn. SíSan hrópaSi 'hún til mannanna á tungu, sem eg ekki skildi, og fleygSi fingur-Stúfnum meS hringnum á mitt á meSal þeirra. En leiStogi mannanna greip fingur-stúfinn meS hringnum á og öskraSi upp sigur-óp, og sýndi hinum, sem dönsuSu r kringum hannf hringinn og steininn í honum. Og mærin tók aftur til máls, og þaS var einbeitni og alvara í löddinni — þegar mennirnir voru farnir meS sigurlaun sín — óláns gimsteininn — en máninn fór aftur í felur ibák viS dimt ský: “Deyddu mig ekki, lávarSur minn, því líf Iþitt er enn ekki úr hættu.” Hún reif skýluna frá andliti sínu og batt um þaS, sem eftir var af fingri mínum; og svo tók hún hina höndina á mér, dró út úr henni hnífinn, sem enn stóS í gegnum hana, og saug eitriS mjúklega úr sárinu. En sársaukinn í báSum sárunum ýfirbugaSi mig, svo eg seig niSur og féll í ómegin.

x

Syrpa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Syrpa
https://timarit.is/publication/499

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.