Vekjarinn - 01.12.1903, Page 11

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 11
11 , og veikluleg en brosandi við hlið mína, þá var hjarta mitt gagntekið af fögnuði og friði, jeg bar ongan kvíðboga fyrir ókomnum degi, en þakkaði Guði fyr- ir hverja gleðistund, sem iiann gaf mjer í dag. Svo kom aðfangadagur jóla, og allt var vel undirbúið. Jólagjafirnar í röð á borðinu, og inn á milli greinanna á jólatrjenu, sem stóð á miðju borði, talsvert stærra og fallegra en nokkru sinni fyr. En þegar við stóðum upp frá miðdagsverði og jeg var rjett búinn að biðja borðbænina, þá fölnaði konan mín allt í einu, ljet aptur augun, og hefði hnigið niður, ef jeg hefði ekki orðið fljótari til og gripið utan um hana og borið hana með miklum erfiðis- munum til sængur. Ilún lá þar 4 tíma meðvitundar- laus; og læknirinn, sern sóttur var strax, sagði að þetta mundi verða hennar síðasta. Það var orðið dimmt, og sá tími var kominn, sem vant var að kveikja á jólatrjenu, en jeg var ekki að hugsa um jólatrje þá; jeg var ákaílega hryggur, og gat. ekki hugsað um annað en harmaskýið, sem grúfð- ist yfir heimili mitt, þar sem jeg gat búizt við að gleðin og gæfan í lifi mínu yrði að hverfa brott frá mjer þá og þegar. Jeg sat þannig gagntekinn af harmi, og börnin stóðu grátandi við rúmið liennar móður sinnar, en allt í einu opnaði hún augun, kallaði á mig og sagði skýrt og greinilega: „Góði minn, það er orðið dimmt, lcveiklu á jólatrjenu!“ „Hvernig ætti jeg að geta það, elskan mín,“ svar- aði jeg, „þegar Drottinn stendur við dyrnar til að kalla á j>ig burtu? Sál min er hrygg allt til dauða,“

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.