Vekjarinn - 01.12.1903, Page 15

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 15
15 þess að reyna að gleyma sjálfum sjer og æðstu ákvörðun sinni. Ætlaðu heldur ekki að Drottinn hafl gleymt þjer, þótt þú sitjir nú í dauðans skugga- dal; sólin hættir ekki að skína, þótt skýin hylji hana fyrir vorum augum. Skýin, sem stundum virðast vera milli vor og Guðs, greiðast þegar til, er vjer förum að tala við Drottinn. Það er ekki til svo þjett. og geigvænlegt ský, að bæn úr djúpi hjartans geti ekKi brotizt i gegnum það. — Tvö jólakvöld á heimili Lúthers. Fyrra kvöldið. I. „Komdu inn Páll litli, komdu inn Marteinn, Margrjet, Magdalena og Jóhann, komið þið öll. — Það var rjett, fyrst þau minni og svo þau stærri — komdu og kysstu mig“ „Nei, fyrst þau minni, svo þau stærri," sagði Magdalena, og varpaði sjer um háls hans með fögnuði. Þessi faðir var gæfusamur í barnahópnum sin- um. Gæfusamur! Gæfusamur er hver maður, som elskar börnin sín, og má hafa þau hjá sjer; en Drottinn, sem skapar hjörtu feðranna, hefur okki skapað mörg hjörtu, sem líkjast fyllilega hjarta þessa manns. Pótt alvarlegar áhyggjur gjörðu að-

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.