Vekjarinn - 01.12.1903, Page 16

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 16
16 súg að honum, þá var hann samur og jafn við börn- in sín, og tók þátt í sorg þeirra og gleði. Hann var skjálfhentur af gleði þegar hann var að hengja gjafirnar á jólatrjeð, og biðja Guð um að blessa hvert barnið, sem átti að fá gjöfina. Það voru engar stórgjafir því maðurinn var fátækur, samt var hann stórmenni, og vingjarnlega augna- tillitið hans hefði fylit oss lotningu og jafnvel ótta. Ótal menn þektu hann; og ef við hefðum spurt hann Pál litla um nafn hans, mundi hann hafa svarað með alvörusvip: „Það er doktor Marteinn Lúther." Já, þetta var maðurinn, sem einu sinni sat klaustri, en Drottinn hafði valið til að ieiðbeina kirkju sinni út úr myrkri páfavillunnar. Verka- maðurinn hafði reynzt fær um ætlunarverk sitt. Trje siðbótarinnar, sem hugrakkar hendur höfðu plantað og píslarvottarnir höfðu vökvað með blóði sínu, var nú farið að breiða út greinar sínar yfir Norðurálfuna, því að þetta voru jólin 1541. II. Á þessu augnabliki dvaldi samt hugur hans eingöngu hjá börnunum, sem hópuðust 5 saman í kringum jólatrjeð. — Þegar hann var búinn að opna dyrnar, hallaðist hann upp að stóra postulínsofnin- um og horfði á þau, en hann var ekki einn. Hægra megin við hann stendur Katharína kon- an hans, og það er eins og hún sje hálf-hissa á að

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.