Vekjarinn - 01.12.1903, Page 17

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 17
17 hún skuli vera iðjulaus, því að hún er annars sí og æ önnura kafin, og gætir vei að öllu á heimilinu, enda er hún ánægð raeð að vera sálin þar. En nú þarf hún að fá sjer tómstund til að koma fram fyrir Guð með manni sínura. Hinu megin stendur Melankton, hógvær og vin- gjarnlegur eins og hans er von. Því að Drottinn hafði ætlað hann til að göfga siðabótar-baráttuna, og minna hetjuna á að sigra aldrei á kostnað kær- leikans. Lúther tók þá til orða og mælti: „Börnin! börnin! hvílík blessun eru börnin! Það er dýrðleg Guðs gjöf hvert herbergi, þar sem þau kvaka, frjáls, Ijettfætt og örugg. Blómin, ávextiinir, uppskeran, skógarnir, allt þetta er fagurt, Drottinn! já, mjög fagurt; en litlu sálirnar vaxa einnig við geisla þína, og þær vaxa fyrir mig og fyrir þig, Katharína, fyrir kirkjuna, fyrir Jesúrn og fyrir Paradís — Para- dís! — Jeg er viss urn að litli Páll minn er að hugsa ura hana. Hann spurði mig í fyrra, hvort Paradís væri fegurri en jólatrjeð. „Jeg gæti fremur trúað Magdalenu til þess,“ sagði Melankton. „Já hún líka og hin börnin. — Þau hafa hugs- að um það, þótt þau hafi ef til vill ekki sagt það; og við getum þannig minnt þau á himininn með því að prýða jörðina. En því er ver, það gotur líka otðið til þess að þau gleyrai honum; eins og oss, stóru börnupum, hættir opt við að gleyrna honum, þegar jarðlífið verður of-fagurt umhverfis oss. — 2

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.