Vekjarinn - 01.12.1903, Qupperneq 21
21
segja, — barnið hafði skrökvað, og jeg, sem var
pabbi þess, vildi ekki sjá það í 3 daga; og þær 3
nætur vakti jeg í stað þess að sofa, og var að hugsa
um þessi sorglegu ósannindi, og jeg sagði: „Drott-
inn, drottinn, væri það ekki betra að hann væri
dáinn?“ En þegar jeg festi svefninn undir morgun
örmagna af þreytu, þóttist jeg heyra vingjarnlega
en ákveðna rödd, sem sagði:
„Jeg bið þig ekki um að taka þá úr heiminum,
heldur að þú varðveitir þá fyrir illu.“ — Jeg kann-
aðist þá við að það var Jesús, og jeg sá að jeg hafði
syndgað, já jeg einnig, þar sem jeg var að kvarta
yfir að syndarinn skyldi ekki hafa verið tekinn
burtu úr heiminum. Þegar jeg svo reis á fætur,
heyrði jeg að einhver hafði ekka rjett fyrir utan
dyrnar. Jesús, sem hafði talað við föðurinn, hafði
einnig snortið hjarta sonarins. Jeg fyrirgaf syndar-
anum, og við sáum báðir að Drottinn hafði einnig
fyrirgefið honum. Það var Jesú að þakka, það var
jólunum að þakka!
Börnin mín, þið munuð öll komast í hinn stað-
inn, sem jeg talaði um, ef þið eruð ekki þegar kom-
in þangað; út í skóginn, þar sem þokan er, úlfarn-
ir, bjarndýrin og höggormarnir. — Þessi skógur er
heimurinn! — Þar mætið þið öllum óvinum sálna
ykkar, sem ýmist fela sig eða koma í Ijós og öskra
gegn ykkur. Stundum munuð þið ekki þora að
hreyfa ykkur, stundum ganga gegn hættunni í blindni,
já og stundum sofna í friði syndarinnar, sem er jafn
hættulogur og hann er falskur. En það er einn,