Vekjarinn - 01.12.1903, Page 31

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 31
er liðiS af dagmálum og Lúther er ab vinna i her- bergi sínu. Minnsta kosti sagði liann, þegar hann fór þar inn: „Jeg ætla að fara að vinna." — Kat- harína hafði komið inn tij hans tvisvar eða þrisvar sinnum, til „aðtaka til" eða ef til vili færa úr lagi, því að það var líkast því sem hún væri ekki með sjálfri sjer. — Fyrst hafði siðbótarmaðurinn verið með opna biblíuna. Var hann að lesa eða biðja? Hún vissi það ekki. í næsta skipti stóð hann við glugg- ann og horfði á hríðarskýin, í þriðja skiptið sat hann með biblíuna og spenntar greipar. — Hún gekk hægt til hans, lagöi höndina á öxlina á honum og sagði: „Kæri doktor, jeg veit, hvað þú hugsar um.“ — Hann svaraði engu. „Kæn doktor; Klukkan er bráðum orðin ellefu." Hann sneri sjer við, tvö stór tár runnu niður kinnar hans. „Heidurðu að þú getir það?“ spurði hann, „fú? — Jeg?“ — „Já, Guð hjálpar mjer.* — „Já, mjer lika, Katharina, mjer líka. Segðu börnunum að þau skuli fá trjeð. Eru þau ekki fjögur enn? Guði sje lof. — Ó, eí jeg hefði haldið henni? — En ef jeg ætti ekkert eptir? Drott.inn minn, jeg er vanþakklátur! Farðu Katharína og undirbúðu eins og þarf. Trjeð skal vera komið eptir tæpan hálf- tima." — Og það varð einnig. Tæpum hálftíma á eptir kom Lúther heim með grenitrjeð á bakinu. Menn tóku ofan með lotningu, eins og kista Magdalenu faeri í annað skipti urn raðir grátandi manna. Gamli

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.