Vekjarinn - 01.12.1903, Page 38

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 38
38 jólagleði. Hjörtun voru full af hjegóma, áhyggjum og synd. — Enginn minntist á Jesúm. „Það sjer ekki á að þetta, sje „kristið" fólk,“ sagði Gleðin. „Við höfum líklega ekki mikið að gjöra hjerna. Þeim veitt.i þó ekki af því vesa- lingunum að taka við okkur," sagði Friðurinn. „Ungi maðurinn þarna, sem hlær hæst, er að reyna að þagga niður skelfinguna við dauðann; því að hann grunar að tæring sje að búa um sig í honum. En hefur ekki tryggt sálu sína. — Maðurinn, sem er að tala við hann, og allt af er að hæða kristin- dóminn og trúaða menn, ætti að sjá sjálfan sig síðustu nóttina, sem hann lifir. Ætli hæðnis brosið færi ekki af honum, ef hann gæti núna sjeð sjálfan sig friðiausan á sál og líkama, gagntekinn af skelf- ingu og angist útaf óvissunni fram undan, ef það kynni að vera satt, þetta, sem hann hefur reynt að draga dár að ailt sitt glataða líf? — Stúlkan þarna, sem hugsar ekki hærra en að ganga í augun á piltunum, ætti að sjá, hvað hún verður orðin breytt síðustu mánuðina, sem hún lifir; þá er hún vinalaus einstæðingur og lærir loks að auðmýkja sig fyrir Guði, en grætur og sárt yfir glötuðu lífi.-----En bíðum við, þarna kemur inn ung stúlka, alvarlegri á svip en hitt fólkið, og for að tala við stúikuna, sem situr í legubekknum; hvað ætli það sje?“------- „Hvaða ósköp kemnr þú seint, piltunum er farið að leiðast eptir að sjá þig.“ „Jeg var að lesa í nýja testamentinu og svo var jeg að hugsa heim til mín," svaraði aðkomu-

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.