Vekjarinn - 01.12.1903, Page 40

Vekjarinn - 01.12.1903, Page 40
40 gleðiblær var á andliti hennar, sem varla var von um drykkjumanns konu. Örvænting og algjört kæru- leysi toguðust á um hjarta hennar. „Eru það jól! En það uppeldi!" sagði Gleðin. í sama bili rak elzti sonurinn bilmingshögg í borðið. „Þú hefur rangt við —“ eins og hann kvað á. „Pú lýgur því,“ svaraði faðir hans. Svo fóru þeir allir að rífast og fljúgast á. Flaskan og borðið fóru í ótal parta, „konan" flýði ofan og svo var sent í næstu hús eptir mannhjálp til að skilja feðgana. „Við skulum vita, hvort þessi aumingja stúlka vill ekki opna hjarta sitt fyrir okkur," sagði Frið- urinn. Þau litu inn niðri og heyrðu að konan þar var að reyna að hugga hana. „Það er von að þjer þyki jólin daufleg," sagði hún. „En hefur þú ekki reynt að biðja Guð að hjálpa þjer? Þú veizt að prestarnir eru allt af að tala um, hvað bænin sjo þýðingarmikil.“ „Jeg veit ekki hvað jeg á að segja um það. Jeg kunni einu sinni margar bænir og fór með þær i hugsunarleysi. Svo þegar jeg stálpaðist, var mjer sagt að kristindómurinn væri tómar mannasetningar og óvíst hvort nokkurt líf væri til eptir þetta. Reyndar held jeg nú að þeir, sem töluðu mest, um þetta, hafi með fram gjört það til að þagga niður allt sam- viskubit og ótta vib afleiðingarnar af girndum sinum. — En það er langt siðan jeg hef heyrt nokkurt gott orð, jeg get okki farið í kirkju fyrir fataleysi; svo

x

Vekjarinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vekjarinn
https://timarit.is/publication/500

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.