Vekjarinn - 01.12.1903, Page 44
44
nokkur orð um jólagjöfina miklu og hvað við gæt-
um gefið Drottni aptur. Gleðin og Friðurinn gagn-
tóku hjörtu allra. Lof og þakkargjörð steig í hæðir.
Þau komu að fátæklegu húsi, þar sem lá gömul
kona í rúminu. Það var enginn maður hjá henni,
en andi Drottins var að hreinsa hjarta hennar og
benti þeim óðar að koma inn. Pau ljetu ekki segja
sjer það tvisvar. Rjett á eptir kom ungleg kona
inn til gömlu konunnar með ýms matvæli og 2
jólakerti, sem hún kveikt.i á og setti á borðið.
„Hvernig líður yður núna? Leiðist yður ekki?“
sagði hún.
„Jeg þakka yður fyrir að þjer komuð til mín.
Mjer líður annars vel og leiðist ekki. Jeg hef verið
óróleg að undanförnu og ekki vitað fyrir vist, hvort
Guð hefði tekið mig í sátt við sig. Svo var jeg
að biðja í kvöld, biðja Jesúm að koma í hjarta mitt
og taka burtu allan kvíða og efasemdir, og þá var
eins og jeg fengi allt í einu bænheyrzlu, mjer fannst
himininn svo nærri og jeg varð viss um að Guð
lítur ekki framar á synd mína, því að blóð Jesú
Krists, hreinsar af allri synd.“
„Guði sje iof,“ sagði unga konan. „Jeggeymdi
að ózka yðnr gleðilegra jóla þangað til jeg vissi,
hvernig yður liði, on nú sje jeg að við getum lofað
Drottin og vegsamað hann sameiginlega.
Svo kraup húu niður við rúmið og bað;