Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Page 3

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Page 3
I. árg. Nýjar kvöldvökur, sem út verða gefnar af hlutafélagi á Akureyri, byrja í dag göngu sína út um landið. Útgefendurnir vænta þess að þeim verði víða vei tekið og óvíða úthýst. Nýjar kvöldvökur ætla einu sinni í mánuði að heilsa á heimilum í kaup- stöðum og sjóþorpum, og bjóða gott kvöld á sveitabæjum út með ströndum og fram til dala. Svo er og fyrirætl- un þeirra að bregða sér vestur um haf, og reyna á gestrisni manna í bygð- um og borgum hinnar auðugu heims- álfu. Nýjar kvöldvökur ætla ekki að berast mikið á, en koma fram sem friðsömu og háttprúðu riti sæmir. Þær búast ekki við að verða málafylgjurit eða merkisberi fyrir neina vissa stefnu. Aðalstarfið verður að færa sögur inn á heimilin til lesturs á kvöldin, eftir störf og snúninga dagsins. Við og við vilja þær flytja kvæði; og þáttur um bókmentir verður í flestum heftunum, eitthvað um uppgötvanir og nýjungar, er fram líöa stundir. Nýjar kvöldvökur vilja þola rétt- mætar aðfinningar, og taka vingjarn- legum bendingum með þökkum. En eina kröfu gera þær, og hún er sú, að vera eigi taldar óþarfa varningur eða einskis nýtur húsgangur. Fólk vort er sögufólk, og sú bezta hressing og nautn, sem það fær eftir hita og þunga dagsins, er að hlýða á eða lesa sögur. Þetta er hollari hressing en margt annað, sem um hönd er haft, og um leið oft meira fræðandi og mentandi. Og þeir mentunarmolar, sem í sögun- um finnast, gera mikið gagn, af því þær eru víða lesnar. Af sömu ástæð- um geta þeirra siðferðislegu áhrif orðið töluverð. Nýjar kvöldvökur hafa fengið loforð um aðstoð fimm ritfærra manna á Akureyri, og óska eftir aðstoð enn fleiri. Fyrir vel þýddar sögur og kvæði eru borguð þýðingarritlaun ef tekið er í ritið. Fyrir frumsamdar sögur hærri ritlaun. Þeir sem vilja senda sögur og kvæði snúi sér til útsölumanns eða Þórhalls prentara Bjarnarsonar. Útgefendurnir.

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.