Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Page 5
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
3
«FráBakka!», sagði Níels Norðlingur, «við
erum jafn fróðir, jjótt við vitum það. Ertu frá
Hundabakka, Kúabakka eða Svínabakka?»
Níels var langur og luralegursláni. í laumi
var hann kallaður «Líflangur» en upphátt þorðu
menn það ekki, því að hann var álitinn sterkastur
allra í skólanum, og harðhentur var hann og
óvæginn við smælingjana. Honum fanst hann
vera orðinn fullorðinn. Hann var hátalaður, og
bar sig mikilmannlega, enda fanst honum
hann hafa rétt til þess, því að hann var ríks
manns sonur.
Egill fór að gráta.
«Hvað heitir þú»?sagði drengur einn með
hnöttótt höfuð, síhlæjandi andlit, og lítil, skýr-
leg og gletnisleg augu. Rað var Ólafur í Asi,
mesti æringinn í skólanum; leikinn í því að
fremja strákapör, og koma sér svo úr klípunni.
«Getur þú ekki svarað, strákur.»
«Varið yður! hann er villimaður, sem flær
höfuðleðrið af öllum sem hann drepur. En
hvar er beltið þitt?
Hann þorir ekki að sýna grímurnar, hann
hefir þær víst í stóru skotthúfunni sinni.
Nei, hann er Japani. Sjáið þið hvað hann
er gulur og skakkeygur. Hann etur sm'gla,
skal eg segja ykkur.
Ó, hefði verið sumar núna, þá skyldum
við víst hafa tínt handa honum.»
«Rað er hann Egill á Bakka,» sögðu sum-
ir, «hann á heima uppi í óbygðum, og hefir
aldrei fyr komið til manna.»
«En nú skulum við menta þig, drengur
minn,» sagði Níels, »komdu hérna, eigum við
ekki að byrja á að kenna þér landafræði. Hvað
er þetta, ætlarðu ekki að koma? En eg skal,
svei mér, koma þér hingað, lieimskinginn þinn.»
Hann tók hann svo án frekari umsvifa og bar
hann að landsuppdrættinum, og setti hann þar
á stól.
Egill þorði ekki að veita viðnám, og sagði
ekki eitt einasta orð, en fór að gráta.
«Hlustaðu nú á! Hvað er það sem hang-
ir þarna á þilinu? Líttu upp!«
Egill reyndi að stöðva grátinn, og leit
upp. Hann skildi ekkert hvað öll þessi strik
boglínur og punktar áttu að þýða; hann hafði
aldrei á æfi sinni séð landsuppdrátt né heyrt
hans getið. «Þú ættir að vera vel að þér í
landafræði, sem ber Iandsuppdráttinn á bakinu«,
sagði einn, Allir hlóu. «Já, það er alveg rétt*,
sagði Níels,« hver hefir dregið upp landmynd-
ina á treyjunnijþinni? Lofaðu mér að sjá. En þetta
er alt vitlaust, tóm fjöll og landspildur, en ekk-
ert stöðuvatn eða sjór nokkurs staðar.»
«F*ú þegir eins og þorskur. Hana nú,
eg verð að koma þér á rekspölinn.
Retta er uppdráttur af öllum heiminum,
skaltu vita, öllum eins og hann er. Það eru
æði mörg lönd, drengur minn. Hvað heitir
nú þetta? Nú! veiztu það ekki? Jæja, svaraðu
fyrir hann Óli, svo að við getum haldið próf.»
Hann benti á Sínland. „Allur heimurinn!» kallaði
Ólafur í Asi. «Ágætt!» sagði sá sem yfirheyrði.
«Taktu nú vel eftir,» sagði hann hughreyst-
andi. »Hvaða land er nú þetta?» Hann benti
á Indlandshaf.
«Manschuriuland!»
«Rétt! veiztu nokkuð um það !and?»
«Já, þar eru eintómir karlmenn en engar konur.»
«Rétt er það. Hvað heitir konungurinn»?
«Nabal».
«Gott! hvar eru takmörkin?»
„Ararat að norðan, Finnmörk að sunnan,
Garasim að austan og Kúba að vestan.*
«Ágætlega svarað, drengur ininn, þú fær
ágætiseinkunn í landafræði.
Hefir þú lesið sögu Noregs?»
Egill þagði. Hann var hættur að gráta,
en var stúrinn og sneypulegur, því að hann fann,
að það var verið að gera gys að sér.
„Hvað hét fyrsti Noregs-konungur?»
«Kaífas!» svaraði Ólafur í Ási.
«Nei!» öskraði Níels, «hann varkonungurí
Danmörku. Hugsaðu þig betur um.»
«Þei! þei!» sögðu nokkrar af stúlkunum,
«þarna kemur kennarinn, hann er kominn að
gatnamótunum.»