Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Page 6

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Page 6
4 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. «Reyndu að komast einhvern tíma ofan af stólnum, Egill, annars verðurðu barinn,« sagði Níels. Egili stökk niður af stólnum og settist aftur á bekkinn. Hann var orðinn sótrauður í framan, því að hann var bæði hryggur og reið- ur, og skammaðist sín svo mikið. Pegar kennarinn kom inn, var dauðaþögn í skólastofunni. Hann hengdi upp yfirhöfnina sína og hattinn sinn, og gekk svo um gólf nokkrum sinnum. Rá kom hann auga á nýja skóladrenginn, gekk til hans og lagði höndina á kollinn á honum, og leit framan í hann. Egiil fór þá aftur að gráta, þó að kenn- arinn væri alls ekki reiðulegur á svipinn. Hann var aldraður maður, alrakaður og mjög góð- mannlegur. En hann hafði gleraugu og Agli sýndist hann svo alvarlegur. Egill var svo hræddur og auðmjúkur. Skyldi hann slá mig fast, þegar eg les rangt, hugsaði hann. «Einmitt það», sagði kennarinn, og lagaði á sér gieraugun. «Rað er hann Egill á Bakka. Hversu gamall ertu?» «Tíu ára um kyndi!messu.» «Hefirðu nokkuð Iært?“ Egill þagði. «Kantu að lesa?« «Ofur lítið.» «Rað var ágætt. Hérna lærir þú bráðum meira. Vertu ekki að gráta. Hefirðu nokkuð lesið undir yfirheyrslu í dag?» «Nei, cg hefi enga bók.» «Hérna er spurningakverið, lestu fyrir mig ofurlítið, eg skal útskýra það fyrir þér síðar.» EgiII las nokkur boðorð hér um bil reip- rennandi, en með svo einkennilegum framburði, að hin börnin gátu ekki varist hlátri. «þegið þið!« sagði kennarinn alvarlegur, «munið eftir því, að hann er móðurlaus vesa- lingur, og hefir aldrei fyr verið í skólanum. Rið megið aldrei stríða honum eða vera vond við hann.» Agli gekk ekki vel að lesa. Stundum las hann alt vitlaust, og sum orðin komu svo hrap- allega á afturfótunum, að allir fóru að skelli- hlæja. — — «Ponsus PIatus». — — — «Nei, nei, svona er það ekki í bókinni, segðu Pontíus Pílatus.» Hann reyndi að hafa orðin upp eftir kennaranum, en gat ekki bor- ið þau rétt fram. Hann fór að gráta, og sagði: «ViIla kendi mér það svona.» «Villa, hver er það?» «Amma». «Nú, einmitt það, en það er nú samt rangt, þú verður að reyna að læra að lesa það eins og það er í bókinni, og eins og eg segi það». Um miðjan daginn fór kennarinn heim að borða, og þá höfðu börnin tveggja tíma hvíld. Egill vissi ekki hvort hann ætti að áræða að leysa nestispokann sinn. Flest börnin átu smurt brauð með osti ofan á; sum höfðu líka mjólkurflöskur, og drukku úr þeim með brauð- inu. Sum höfðu kjöt, og þau steiktu það á glóðinni á arninum. Egill hafði ekkert nema kartöflur og ofurlítin rifbita. Loksins herti hann upp hugann og gekk að arninum til þess að steikja rifbitann. «Hvaða uppátæki er þetta?» sagði Níels, «hefir nokkur séð annað eins! Villimenn eta kjötið ávalt hrátt. Vertu ekki að látast verasið- aður, kristinn maður.» Allir fóru að hiæja. Níels hratt honum þegar frá eldinum. og enginn lagði honum liðsyrði. Hann geymdi rifið, settist niður og át nokkrar kartöflur. Hann hélt niðri í sér grát- inum, þvf að hann vissi að það yrði hlegið að sér enn meir, ef hann færi að gráta. Á sama bekk og Egill sat lítil stúlka, og var að eta snmrt brauð. Hún var góðleg, og brosti til hans vingjarnlega. Honum fanst hún vera svo falleg. Hún var líka fríð sýnum, þótt hún væri hölt, og annar fóturinn bæklaður. Hún komst að mestuhjá ertni drengjanna, því að hún varmjög vel að sér í flestum náms-

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.