Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Síða 7

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Síða 7
NÝJAR KVÖLDVÖKUR, 5 greinum, og foreldrar hennar voru efnaðir og ættstórir. Hún hét Helga frá Haugi. «Viltu þessa brauðsneið?» sagði hún, og rétti honum hana um leið. „Nei, nei.» sagði Egill stamandi, en hún hætti ekki fyr en hann tók við henni og át hana með mestu græðgi. Síðan stóð hann upp, og þakkaði henni fyrir með handabandi. Drengirnir fóru að hlæja, og sögðu: «Rú hefðir ekki átt að gera þetta, Helga, hann er villimaður, og þolir ekki að fá mat sinn. Rú getur fælt hann burtu frá okkur.» Hláturinn óx um allan hehning. Helga sagði ekkert, en brosti til Egils. Honum fanst brosið sem sólarljómi í þessari ömurlegu skóla- stofu. «Nú förum við ut til að viðra okkur,» sagði Níels. Allir þyrptust út að dyrunum nema Egill. «Ætlar þú ekki að vera með?» kallaði Níels. «Nei.» sagði Egill. «Vitið þið hvað við eigum að gera, dreng- ir? Við skulum byggja okkur barrskála fyrir norðan túnið, undir stóra grenitrénu, og þar getum við Iátist eiga heima. Svo skal koma villimaður og reyna að nema burt einhverja stúlkuna.» «Og kveikja svo í skálanum,» sagði Ól- afur í Asi. «Já, já,« kölluðu allir. «Og þú skalt veravillimaðurinn,EgiII», sagði Níels, «þessvegna verður þú að koma með, og gera eins og við segjum þér.» «Eg vil það ekki», sagði Egill: «Rú skalt mega til,» sagði Níels, og þreif í Egil og ætl- aði að draga hann út. En Egill hélt sér með báðnm höndnm í bekkinn, og streittist af alefli á móti. «Láttu mig vera,» sagði hann, og var ekki laust við að hann reiddist. «Skárri er það nú b.......... þrákálfurinn,* sagði Níels, «við ætlum aðeins að gera þetta að gamni okkar, og þú skalt koma líka, þó að eg þurfi að bera þig út, Mongólinn þinn.» Egill hélt sér fast og beit hann í hendina. «Æ! villidýrið þitt», öskraði Níels. «Hann er reglulegur villimaður, drengir, voðaleg mannæta. Eg held egtaki strax í lurg- inn á honum, svo að hann hafi hita í haldi við mig. «Hafðu þetta, drengur minn,» sagði Níels, og barði hann um höfuðið. «SIeptu mér!» æpti Egill í bræði sinni, og hvesti augun á Níels. «Láttu hann þá vera,» sögðu sumir. ^Rað blæðir úr mér,» sagði Níels, og rétti fram þumalfingurinn, sem tannaför Egils sáust á. En það er ekki hættulegt sár; út! út! og allir þustu af stað, en Egill varð einn eftir. «Er það svona að ganga á skóla», hugsaði hann með sjálfum sér. «AIlirgera gys að mér. Allir kunna meira en eg, jafnvel þeir sem eru á líkum aldri og eg. Eg vildi að eg ætti betri föt, enginn er eins illa klæddur og eg. Eg vil aldrei framar koma í skólann. Ó, að eg mætti fara heim aftur! Ressi Níels er verstur allra. Skyldi liann segja kennaranum eftir mér? Rað var ljótt að bíta, eu eg vissi ekki hvað eg gerði. Hann gat líka látið mig vera. En litla stúlkan er góð, hún ein, en eng- inn annar í skólanum, held eg,» Hann leit á nýju bókina sína: «En hve pappírinn er hreinn og fallegur. Eg verð að varast að óhreinka hana. Pabba og ömmu þykir svo vænt um þegar þau sjánýju bókina.» «Guði sé lof, þarna kemur kennarinn.» Hann var óhultur, þegar kennarinn var viðstaddur, ef Níels hefði nú ekki sagt eftir honum. Síðari hluta dagsins var Egill altaf að hugsa um þetta. Nokkrum sinnum fékk Níels færi á að klípa liann, og svo skældi hann sig í fram- an og rétti upp þumalfingurinn. Egill sá að á honum var blár blettur eftir bitið. Rannig leið hver dagurinn af öðrum. Agli leiddist í skólanum; hann fann, að hann var vesall og einmana.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.