Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Síða 13

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Síða 13
NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 11 „Rað er gott«, svaraði konan; hún tók snoturt, svai't leðurveski upp úr vasa sínum, og rétti honum hvítan miða. «Hér er heim- ili mitt.» Hann tók nafnmiðann, leit á hann án þess að lesa hann, og hneigði sig þegjandi. Stór hópur forvitinna manna hafði safnast þarna utan um þau. Ýlfrið í hundinum dró fólkið að; menn sáu hvað um var að vera; nokkrar konur fóru að kenna í brjósti um hundinn. Mælgin og rausið í því smaug hjarta hans eins og hárbeittur hnífur. Hann vatt sér snöggt við og rauf hringinn, sem hafði skipazt um þau. Hundurinn ýldi á eftir honum. „Rað er skammarlegt", sagði maður, sem bar að rétt í þessu, „hann getur fengið af sér að láta 'nundkvikindið frá sér, lubbinn sá arna». Síðustu orðin heyrði Max Odrich ekki, en þau fyrstu glumdu í eyrunum á honum sam- hliða góli hundsins. Sneypan og skömmin keyrðu hann áleiðis heim. Að eins unga konan, sem fór burt með jjjóninn og hundinn, hafði tekið eftir því, að tvö þung tár runnu niður eftir kinnum málar- ans um leið og hann fór. Max Odrich nam eigi staðar fyrri en hann var búinn að rangla eftir mörgum strætum. Hann fann að hann hafði enn þá peningana í lófanum ; hann leit ekkt á þá, en stakk þeim ofan í buxnavasa sinn. Svo leit hann á nafn- miðann. «Agata Móralt», stóð þar, «Friðarstræti 15». Hann stakk miðanum sömu leið og pen- ingunum. Hungurkvalirnar, sem höfðu þjáð hann um marga tíma, voru horfnar. En samt fann hann það á sér að hann þurfti einhvers með til þess að halda við lífi sínu. Hann gekk inn í óbrotið veitingahús og bað um eitthvað til þess að eta og drekka. Hann reif það í sig með áfergi, en fanst það þó ekki gott. Hann vantaði nú förunautinn trygga, sem alt af hafði etið með honum. Hann spratt upp, borgaði; <4 og fór út. Hann varð að fara eitthvað, til vinnu sinnar, til þess að gleyma. A leiðinni keypti hann sér liti og annað, sem hann með þurfti til þess að ljúka við myndina. En þegar hann var seztur við trönurnar, varð honum bylt. Hvernig átti hann að mála? Fyrirmyndina vantaði. Hann spratt upp, grýtti penslinum út í horn, og æddi í örvæntingu fram og aftur um stofuna. Hann grét brennandi tárum. Hvað hafði hann gert ? Hvað átti hann til bragðs að taka? Hannhafði ónýtt alt fyrir sér. Hann hafði enga ró á sér í vinnustofunni. Ut á strætin! Hvassviðrið lamdi hríðarfjúkinu framan í hann. Hann fór á vínsöluhús og drakk, og drakk eins og hann hefði fullar hend- ur fjár. Bara hann gæti gleymt. Hvers virði voru nú peningarnir honum, þegar hann hafði að gagnslausu slitið frá sér vin sinn, og gat nú ekki lokið við litmyndina? Hann slangraði heim talsvert ölvaður. Hann var nú einn í stofunni —og hún varsvo tómleg, að hann varð hræddur. Hann fleygði sér f rúmið til að sofa. hundurinn hafði ver- ið vanur að liggja framan við rúmstokkinn, og áður en hann lagðist niður, hafði hann rétt húsbónda sínum löppina, og látið klappa sér á höfuðið. Nú var ekkert handa honum til að kjassa. Alt var kalt, þurt, dautt; það kom í hann óbeitarhrollur. Einveran umkringdi hann með öllum sínum ógnum. Hann skalf af kulda- hrolli, og togaði þunna ábreiðuna upp fyrir höfuð. En hann varð andvaka. Um morgun- inn rak óþreyjan hann út á strætið aftur. Aður en hann vissi almennilega af því, var hann kominn í Friðarstræti. Hann festi augun á einum húsdyrum; þar uppi yfir stóð talan 13. Tveimur húsutn fjær var Cæsa . Hann mátti tii að sjá hann aftur, þó ekki væri nema í svip. Ef til vill kæmi hann ofan á strætið. Hann leit upp til glugganna. Hvar skyldi hún eiga heima? Ef til vill á neðsta lofti? Par voru gluggatjöldin niðri. Hún svaf líklega enn. Bara að hann gæti heyrt til hundsins! 3*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.