Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Page 19
ííParna stendur skrínið á efstu hillunni,
klætt utan með rauðum loðdúk, gættu þess svo
að finna herbergið mitt á öðru lofti við end-
ann á ganginum til vinstri. Dyrnar verða opn-
ar og ljós á borðinu; settu skrínið á gólfið og
feldu þig í fataskápnum. Eptir ómínúturkem
eg ofan aftur.»
«Rétt er nú það,» sagði Jak og var hinn
rólegasti.
Bennie læddist því næst upp á loftið, en
áður en hann var kominn inn úr dyrunum á
herbergi sínu, var öðru herbergi á sama lofti
nær stiganum lokið upp, og Ijóslokkað kvenn-
mannshöfuð gægðist fram fyrir.
«Bennie!»
«Ja, Aðalheiður, það er eg.»
»Það eru ókunnugir konmir inn i húsið.
Eg lieyrði fótatak í stiganum og samtal í insta
herberginu«.
»Já, mér heyrðist einnig eitthvert þrusk,
eg skal fara ofan og vita hvað það er, en far
þú inn aftur, Aðalheiður«.
Bennie sagði þetta í einbeittum róm og
dáðist að sjálfum sér fyrir hversu vel hann Iék
hlutverk sitt. Hann brá á sig morgunskóin
og bó^til að fara ofan stigana, en Aðalheið-
ur tej^ði sig út yfir uppgöngugrindurnar og
horfði ofan.
»Rað er Ijós í insta herberginu«, sagði
hún óttaslegin. «Eg er viss um að það er
einhver að fara í járnskápinn, eg hlýt að fara
ofan«.
«Nei, farðu nú inn Alla mín, og vertu í
þínu herbergi meðan eg skýst ofan«, sagði
Bennie í biðjandi róm, um leið og hann fór
niður í stigann.
«Nei, eg vil fara með«, svaraði systirin og
fylgdi honum eftir; »hefirðu skammbyssuna«,
hvíslaði hún.
«Já.«
»Viltu ekki að eg taki við henni?"
»Engan veginn. Farðu nú inn til þíu
Alla, þetta getur verið hættulegt®, sagði Bennie
með ákefð.
'
»Nei«, svaraði hún í þeim róm, sem bar
vitni um að henni var full alvara. »Eg fer of-
an til að vitja um gimsteinaskrínið mitt«.
Bennie læddist inn í insta herdergið, og
systir hans í hvítum morgunkjól og með flaks-
andi hár fylgdi honum eftir.
Grímuklæddur maður var á hnjánum fram-
an við peningaskápinn.
»Hæ! hó!« hrópaði Bennie, »hvað ertu
þarna að hafast að«.
Grímumaðurinn stökk á fætur og Aðal-
heiður sá nú að hann hélt á gimsteinaskríninu
hennar.
Hún rak upp nístandi hljóð.
»Stanzið ellegar eg skýt«, hrópaði Bennie.
Grímumaðurinn stökk til dyranna, Bennie
vék úr vegi og spenti marghleypuna. »Láttu
skrínið vera!« æpti hann.
Um leið og grímumaðurinn fór fram hjá Að-
alheiði, tók hún snögt viðbragð, stökk aftan að
honum og greip utan uni hann með SVO miklu
afli að hann gat naumast hreyftsig. Jak braust
um, en gat ómögulega losað.sig, nema með því
að beita þrælatökum við konuna, en til þess
var hann alt of siðaður og kurteis.
«Nú hefi eg hann!« hrópaði hún og beit
á jaxlinn.
»Hér er ekki við larnbið að leika sér«
hugsaði Jak með sér, og var furðanlega rólegur.
«Hjálp, lögregla, þjófur, ræningi«, æpti
Aðalheiður í sífellu, án þess að sleppa tökunum,
en Bennie dansaði kringum þau með skamm-
byssuna á lofti og vissi eigi sitt rjúkandi ráð.
»Sleptu honum Aðalheiður«, skrækti hann
«þetta er óþarfi, eg get ekki skotið meðan þú
heldur honum því þá kann eg að hitta þig;
sleptu honum nú«.
«Morð, innbrot, rán, æPÚ stúlkan enn
hærra en áður.
»Hvað gengur á?« var nú sagt með dimniri
röddu upp á loftinu. << Bíðið ofurlítið svo kem
eg ofan og lána ykkur hönú«.
«Hver premillinn, þarna er þá föður-
bróðir kominn til sðguunar*. tautaði Bennie
’ 3