Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Blaðsíða 21
NÝJAR KVÖLQVÖKUR.
19
urinn enginn annar en sá, að hræða aumingja
stúlkuna; þegiðu Bennie, mér er sania hvað
hún hefir sagt, þetta er ykkur til háborinnar
skammar og mig sárlangar til að refsa
ykkur báðum fyrir að raska heimilisfriði í húsi
mínu«.
Jak fann að hann hafði lokið hlutverki
sínu, þótt það hefði haft annan árangur en ætl-
ast var til, fann að það var bezt fyrir sig að
þegja, og afsakanir myndu að engu gagni koma.
Pegar gamla manninum var sagt frá, að Aðal-
heiður hefði gripið innbrotsþjófinn og haldið
honum eins og barni, þar til hann varð að
leggja frá sér skrínið, mýktist skap hans og
hann fór að skellihlæja.
< Ha, ha, Aðalheiður, telpan mín«, sagði
hann. Rið getið reitt ykkur á að sérhver, sem
reynir að hræða hana mun homast í hann
krappann, telpunni er ekki fisjað saman.
A lögreglustöðinni varð að sjóðaupp sög-
una að nýju, til þess að gera liana sem sak-
leysislegasta. Og liðsforinginn, sem til allrar
hepni var gagnkunnugur yfirmanninum, gekk
nú ótrauður fram í því að miðla málum. Alit-
legri peningaupphæð hafði verið stungið að
lögregluþjóninum, og þótt að hann botnaði
enga ögn í þessu háttalagi, lét hann sig það
engu skifta, þar til þessir þrír undarlegu menn
höfðu ekið brott.
Um leið og vagninn ók frá lögreglustöð-
inni, gægðist sköllóttur rnaður með gleraugu
út úr hornhúsinu rétt hjá, og benti lögreglu-
þjóninum að finna sig. Petta var næturfregn-
ritari morgunblaðsins og var nú að fiska upp
hvað um væri að vera.
Þegar þeir frændurnir komu heim var Að-
alheiður enn á fótum. Hún var þeiin mjög
þakklát fyrir að hafa séð fyrir ræningjanum.
»Eg er svo glöð yfir því að við losuð-
umust við hann án þess að nokkur særðist, það
er óttalegt að hugsa ef til blóðsúthellingar
hefði komið. Eg héit fyrst að þetta mundi
vera voðalega ljótur maður. En eftir að hann
misti grínnma og þegar hann gafst upp, sýndist
mér hann bæði fríður 'og karlniannlegur, og
svo bar hann sig eins og konungborinn maður.
Veslings maðurinn, skyldi hann nú þurfa að
verða lengi í fangelsi. Eg vona ekki. Eg held
hann sé göfugmenni þrátt fyrir alt. Ó, hvað
eg er gæfusöm að hafa gimsteinaskrínið mitt
óskemt«.—
* *
*
Morgunin eftir þennan viðburð reis Benn-
ie nokkuð seint úr rekkju, morgunverðurinn
beið hans á borðinu og hann át hann aleinn.
Að því loknu rekaði hann inn í dagstof-
una, Rar sat Aðalheiður og var að lesa Morg-
unblaðið.
«Til hamingju með heppileg úrslit á næt-
urbrugginu«, sagði hún þurlega.
Hjartað í Bennie fór að síga niður á við.
»Var það einnig fyrirfram ákveðið, að þessi
sómasamlegi leikur yrði birtur í blöðunum?«
spurði hún enn fremur.
Bennie ræfillinn þorði ekki að svara, fyr
en hann var búinn að lesa það sem stóð í
blaðinu. Þar stóð nú alt, sem fram hefði far-
ið og töluverð viðbót, frá öllu sagt mjög hlægi-
lega og ertandi, í blaðinu hljóðaði sagan hér-
um bil svona: »Unnusti nokkur hafði veðj-
að við uunustu sína að hann skyldi fyrir ákveðinn
tíma geta fundið gimsteinaskrín hennar, hversu
vel sein hún feldi það, og koma í það fáeinum ódýr-
um steinum er hannátti; með aðstoð bróður unn-
ustu sinnar náði hann skríninu að næturþeli, en þá
kom ungfrúin til sögunnar og lokaði bróðurinn
inni í herbergi nokkru, en tók sjálf unnustann
höndum og hélt honum föstum, þar til lögregl-
an kom oghann varð að láta af hendi skrínið, án
þess að koma fram áformi sínu, um að koma
ódýrum steinum í það«,
Aðalheiður var rólegri yfir öllu þessu, en
Bennie gat búist við, hún tautaði eitthvað um
hugsunarleysi og strákapör í því líku háttalagi.
»Eg ætla ekki að spyrja þig að hvaðatil-
gang þú hefir haft með þessu heimskulega
uppátæki, bæði af því eg veit að þú kæmist í
mestu vandræði að svara því, eins af því ég
3*