Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Qupperneq 22
20
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
veit það. En hitt þætti mér gaman að vita,
hvað kom hinum manninum til að raska hús-
friði okkar, og setja líf sitt í hættu bæði gagn-
vart föðurbróður og lögreghmni. Hafði hann
svona mikla Iöngun til þess að hræða mig, eða
stendur honuni alveg á sama, þótt hann sé
lmeptur ívarðhald?"
»Nei, ónei, því er ekki þannig varið Að-
alheiður, hann gerði þetta einungis fyrir mig,
eg taldi honum trú um, að það væri stór á-
vinningur fyrir mig, ef hann tæki þátt í leikn-
um.
«Eingöngu til þess að hjálpa þér.»
»Já.»
«Oghann ftofnaði lífi sínu íbersýnilega hættu
einungis til þess að gjöra þér greiða.»
«Já, Aðalheiður®.
«F*á vil eg segja það«,oghún rétti úrsér
með blaðið í hendinni, eins og morguninn áð-
ur — ^Þessi maður er hetja.«
* »c
*
Hatt var það fyrir Bennie garminn, að
hafa Orðið að athlægi fyrir tilraunir sínar að
leika hetju, og að nú gekk annar maður út úr
leiknum með heiðurinn og hetju nafnið.
Enga þykkju lagði hann þó á Jak fyrir
þetta, og nokkru síðar bauð hann honum heim
til þess að spjalla við föðurbróður sinn, og
eftir þá heimsókn, fór að hera á samdrætti og
vinskap milli Aðalheiðar op; Jaks.
Lovisa Daniel var alcfrei látin vita neitt
um þetta mishepnaða tiltæki unnusta hennar, fyr
en löngu síðar, að bæði systkinin voru gift
fyrir nokkrum árum, þá var Jak leyft stöku
sinnum að segja söguna í góðvina hóp, og
hann byrjaði ávalt þannig, að alla rak í roga-
stanz, sem heyrðu hana. Byrjunin var þannig:
cRegar viðsáumst í fyrsta skifti, frú Lem-
on og eg, beið hún þess eigi að egværinefndur
fyrir lienni, heldur stökk hún á mig, greip ut-
an um mig, hélt mér dauðahaldi og hrópaði:
«Nú hefi eg þig.“ (Endir.)
Valið.
Tveir menn höfðu verið að draga sig eftir
henni, og beðið hennar næstum á sama tíma.
Hún varð því að velja, umhugsunartíminn var
ekki langur.
»Jeg verð að Iíta á allar kringumstæður«,
hugsaði hún með sjálfri sér. »Mér líst betur
á Jóhann, eg held nærri því að eg elski hann.
Hann er svo snyrtimannlegur og þó svo kjark-
legur. Mér finst eg ávalt svo óhult þegar eg
er hjá honum, og svo er hann svo ólíkur öll-
um öðrum. Ef hann bara ekki eins oft og
með jafnmiklu stærilæti talaði um sína lítilsigldu
ættingja. Gæti hann vanið sig af því, mundi
engum koma annað til hugar, en að hann væri
af heldra fólki kominn. Fólkið hans er auð-
vitað ráðvendnis og meinleysisfólk, en hvernig
ætti eg að geta umgengist það, sem eg hlyti
þó að gera, ef eg lofaðist honum. Rað leiðir
svo sem af sjálfu sér, að það vildi einhvern-
tíma sjá unnustuna hans Jóhanns. Eg get vel
ímyndað mér, hvernig móðir hans lítur út, dig-
ur og drumbsleg með stóran skýluklút og í rauð-
um bómullarkjól. Nei, eg mundi aldrei getað
kallað hana mömmu, smiðsekkjuna, og hún
ætti að verða tengdamóðir hinnar stoltu Og
mikilsmetnu Nelly Fjæld. Nei, nei, það get-
ur aldrei orðið*.
Hrygðarsvip brá fyrir á hinu fagra andliti
meyjarinnarvið hugsanir þessar, og bar það ljós-
leg.i vitni um, hvað Jóhann var henni kær, og
hversu erfitt henni féll að hugsa til, að neita
honum.
Eftir stundarkorn byrjaði hún aftur á að
tala um valið á þessa leið:
«Já, út á Lydersfólkið er ekkert hægtaðsetja.
Það er af sama bergi brotið og mitt fólk, og
hann er fjarskalega ríkur og sér ekki sólina fyr-
ir mér, og heldur að eg sé gallalaus, en Jóhann
aftur á móti sér full vel í hverju mérerábóta-
vant; og þó held eg mér gangi niiklu hægra
að hlýða honum og lofa honum að stjórna, en
að stjórna Lyders; og bara, bara Jóhann hefði
eigi heimtað svarið í dag.
* *
*
Jóhann Mertum var ungur og efnilegur lækn-
ir, og var á góðum vegi til að ávinna sérfrægð
og orðstír.. Hann var hreykinn af því að vera
sonur hins velmetna járnsmiðs Mertum, sem
andast hafði fyrir tveim árum. Móðir hans var
að hansáliti bezta og göfugasta kona ájarðríki.