Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Side 23

Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Side 23
 . \ NÝJAR KVÖLDVÖKUR. 21 Lítið, hvítmálað hús, er stóð á útjaðri á bezta hluta Lundúnaborgar, var æskuheimili hans og þótti honum óendanlega vænt um það, og sjaldan leið svo heil vika, að hann ekki heimsækti móður siiia, sem bjó þar enn. Læknirinn og ungfrú Fjæld hittust þenrian dag og áttu sanileið. Hún þáði sæti í vagni hans. Framundan hvíta húsinu nam hesturinn stað- ar af gömlurn vana og læknirinn bað ungfrúna afsökunar á því, að hann yrði að bregða sér inn til móður sinnar og yfirgefa hana litla stund, því þangað liafði hún aldrei áður viljað koma með honuni. Nú horfði hún undrandi á hvíta húsið og furðaði sig á hvað snoturt það var, hvað glugg- arnir voru hvítir og hvað gluggatjöldin voru falleg. Hver veit nema gamla konan sé líka fríð °g þokkaleg, hugsaði hún, og segir í hálfum hljóðum við Jóhann: «Mig langar til að þú bjóðir mér inn». Mennert stökk út úr vagninum og var mjög léttstígur stutta spölinn upp að húsinu, heils- aði móður sinni í forstofudyrunum og segir glaður í bragði: «Ungfrú Fjæld er hér, viltu ekki koma og bjóða henni inn«. Pau mæðgin leiddust niður að vagninum og Nelly sá nú að smiðsekkjan var fríð kona sýnum, nett og mjög snyrtilega búin. Hvíta hárið sómdi sér vel og ekkert höfuðfat bældi það eða skygði á hið blíðlega og gáfulega and- lit ekkjunnar. «Það er mér sönn gleði, að fá að sjáyður ungfrú góð« og horfði ástúðlega á Nelly. Mærin hoppaði léttilega dfan úr vagninum, rétti gömlu konunni hendina og mælti: «Eg ætla að biðja yður að reyna til þess, að láta yður þykja ofurlítið vænt um mig, því eg verð að líkindum innan skams konan hans Jóhanns yðar. Læknirinn lék við hvern sinn fingur af gleði °S 'eicidi ungfrúna inn í húsið, en gamla kon- an 'agði blessun sína yfir þau með gleðitár í augunum. Hughreysting. Hún. -Játning þín qr fflér dýrmæt; þú elskar mig vist areiðanlega, en heldurðu að þú getir það eins, þegar eg er orðin gömul’ Hann. »já kæra, eg geri það nú þegar*. Á veginutn. í storminum úti stóð hann einn, og starði á almannaveginn; hann stóð honum opinn svo breiður, beinn, en birtan var döpur, og margur steinn, sem hann vildi færa feginn, en fann að sig skorti megin. Nú sá hann að manngrúinn þyrptist þar, og þakti nær allan veginn, hann fór með straumnum og fann, sem var, að fjöldinn af honum storminn bar. Hann vildi jaar vera feginn, hann vissi’ að sig skorti megin. Hann ætlaði’ að ganga alveg beint, til erinda sinna, veginn. Rað gat ei lánast, það gekk of seinl. Hann gat ei betur, því alt var reynt. Hann vildi sér flýta feginn. en fann að sig skorti megin. Hann litaðist um, og senn það sá, og svona komst hann ei veginn, því enginn vildi’ honum víkja frá; hann varð að berast með straumnum þá. Hann vildi sér flýta feginn, en fann að sig skorti megin. Hann fylgdi straumnum, en fann, sem var, að frjálsræði sitt var jarotið. Hann flæktist þangað sem fjöldann bar, en fanst hann ætti’ ekki’ að vera þar. Og valdið hans var þá brotið, ef viljans harni fékk ei notið. En þurfti’ hann að fara þessa braut? nei —því ekki hinum megin! Hún var steinótt og brött, og blaut, og birtan döpur, svo margur hnaut. Og burt hann sér flýtti feginn að finna hinn betra veginn,

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.