Nýjar kvöldvökur - 01.12.1906, Side 24
t
22
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Hann vék til hliðar, og vildi braut
af veginum öðru megin.
Hann rakst á annan, og óðar hnaut,
því aðalgatan var höll og blaut.
Hann vildi sér fiýta feginn
að finna hinn betra veginn.
Hann reyndi aftur, og ruddist fast
á röðina hinum megin.
Fékk alnbogaskot og lýðsins last,
því létti ekki’fyr en þrótt hann brast.
Hann varð þvi að hrekjast veginn,
af vanastraum fjöldans dreginn.
En hann komst aldrei, sem ætlað var,
til erinda sinna veginn.
Hann flæktist þangað sem fjöldann bar,
en fann að hann átti’ ekki’ að vera þar.
En viljinn, sem var hans eignin,
hann var ekki’ af neinum þeginn.
A. Þ.
Bókmentir.
Nýjar kvöldvökur hafa meðal annars sett
sér það mark og mið, að greina fólkinu frá
nýjum bókum er út koma, og ætlum vér það
þarfaverk. Enn þá er, sem betur fer, ekki al-
dauða súgamla og góða tízka á landi hér að
lesa sögur á kvöldvökunum, og nafnið bendir
á það, að til þess ætla nýjar kvöldvökur að
verða, að fólkið noti þær til kvöldskemtunar og
kvöldfróðleiks. En eigi munu þær mikið duga til
þess eingöngu. «Mættum viðfámeira að heyra«,
segir fólkið, og þá er mikið um vert aðkunna vel
að velja, það er gæti orðið bæði til gagns og gam-
ans. Blöðin hafa hvorki rúm né tíma til þess að
rita um allar bækur, sem út koma, en Kvöld-
vökurnar munu gera það eftir föngum, og reyna
að flytja svo rétta og sanngjarna ritdóma, sem
þeim er auðið. Að minsta kosti ætla þær að
tala rækilega um hverja bók, sem þeim verður
sfend til umtals,
Bókmentir hverrar þjóðar er einn glöggvasti
mælikvarðinn fyrir því, hvað hún megnar and-
lega að framleiða, og hvað sterkum og veiga-
miklum gáfnaþrótti hún hefir á að skipa. En
mentastig fjöldans má bezt sjá á því, hvað hánn
Ies —hvaða bækur hann kaupir. Ef þjóðin tek-
ur góðum bókum tveim höndum, og les þær
sér til gagns og gamans, er hún á réttum og
góðum vegi, en ef. hún tekur ruslið frani yfir
góðu bækurnar, þá stendur hún lágt, og sjón-
deidarhringur liennar er þröngur og skýjum
orpinn, það lítill hann er. Tilgangur vor er
að reyna að styðja hið fyrra eftir föngum. Og
eigi munum vér kinoka oss við að gefa ónýtu
og illu bókunum þann vitnisburð, sem þær eiga
skilið, ef takast kynni að opna augu almenn-
ings fyrir því tjóni, sem þær leiða af sér. Ætíð
er lýgin leið og svört, eu hvergi er hún and-
styggilegri en þegai hún stígur í bókmentastól-
og fer að kenna fólkinu, hvað sé satt og rétt.
Þar eð vér vitum, að margir þeirra, sem
munu lesa N. kv. skilja og lesa útlendar tung-
ur, munum vér líka við og við geta útlendra
bóka, sem annaðhvort væru líkindi til að lesp-
ar yrðu hér á landi að nokkurum mun, eða
snerta að einhverju leyti ísland og íslenzka þjóð,
líf eða bókmentir.
Áður en eg fer að tala um einstök ís-
lenzk rit, ætla eg lauslega að minnast á eina
bók, sem kom út árið sem leið suður á Rýzka-
landi, umísland. Það er ferðasaga um nokk-
urn hluta íslands og lieitir:
Undter der Mitternachtsonne durch ísland
von Mag. Carl Kiichler. Leipzig 1906.
Höf. bókarinnar er hinn góðkunni fræði-
maður og íslandsvinur Carl Kúchler, yfirkenn-
ari við skóla í Varel í Oldenburg. Hann hefir
stundað af miklu kappi íslenzku og íslenzkar
bókmentir, einkum nýja tímans, og komizt svo
vel inn í anda máls og þjóðar, að hann i itar
íslenzku lýtalaust, og er flestum íslendingum
kunnugri bókmentum vorum og bókvísi. Hann
hefir þegar ritað bókmentasögu vor íslendinga