Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Page 6

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Page 6
78 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. míns. Rað má ekki annað spyrjast í Róm, en að Kvintus Arrius hafi fallið og farizt með skipi sínu eins og tríbún sæmir. Ef þetta er því óvinaskip, þá hritt mér út í sjóinn, — láttu mig deyja.« «Nei, tríbún,« svaraði Ben Húr, «eg er skuldbundnari að hlýða Drotni, guði mínum, en þér; og fyrir hans augliti ber eg ábyrgð á lífi þínu, Tak hring þinn aftur — eða eg fleygi honum í sjóinn.« Tríbúninn heyrði að hringnum var kastað í vatnið. «Heimskingi,» tautaði hann, »þú spillir þín- um hlut, en tefur ekki minn vilja. Róniverji, sem alinn er upp við kenningar Platons, kýs lieldur dauða fyrir annara hendi en eigin hendi; en viljir þú ekki veita mér bana, mun eg hafa ráð með að vera mér úti um hann sjálfur.» »Eg get ekki farið öðruvísi að« svaraði Ben Húr; «eg vildi heldur deyja sjálfur en verða valdur að dauða þínum. Pú sem í þrjú ár varst sá fyrsti ...... nei, annar maðurinn, sem hefir sýnt mér velvild og vinarþel.« Það varð nokkur þögn. Báðir störðu á skipið. «Nú skjóta þeir út báti,» sagði Ben Húr. «Er ekkert flagg enn uppi?» «Nei, en skipið hefir hjálm á siglutopp- inum.« Hvað hefir það? Pá eru það líka Rómverjar,« «Báturinn tekur upp skipsbrotsmenn — Hann rær Iengra — þarna liggur mannlaus galeiða — hann stefnir þangað — nú legst hann við hliðina á henni — þeir fara upp á skipið.» Tribúininn hafði lokað augunum. »Pakka þú guði þínum, svo sem eg hefi þakkað mínum guðum» tautaði hann, «hefði þetta verið vík- ingar, hefðu þeir borað skipið í kaf —og okk- ur er borgið. Flýttu þér, gefðu þeim bend- ingu —kallaðu svo hátt, sem þú getur! — Eg þekti föður þinn; hann sýndi mér það, að Gyðingar eru ekki ósiðuð þjóð. Eg skal launa þér það, sem þú hefir gert fyrir mig —eg er aleinn í heiminum . . . . eg tek þig mér í sonar stað .... kallaðu hærra, maður, enn hærra. Ekkert augnablik má fara til ónýtis. Peir skulu halda áfram að elta þá . . . Enginn ein- asti af víkingunum má sleppa undan.» Ben Húr var risinn upp til hálfs, og benti og kallaði svo hátt, sem hann gat. Loksins sáu bátsmennirnir hann. Báturinn kom nær, og Ben Húr og Kvintus Arríus voru teknir upp í bát- inn. — Tríbúninum var tekið með mestu lotningu á galeiðunni. Hann lét segja sér nákvæmlega öll atriði orustunnar. Síðan var öllum þeim bjargað, sem sáust á floti á flökum, og her- fangi öllu var borgið er hægt var; svo varyf- irforingja flaggið dregið upp, og Kvintus Arr- íus stefndi til norðurs, til þess að ná í hitt af flotanum. Sá hluti hans, sem sendur var norð- ur fyrir eyna, kom í tækan tíma þangað, og eyddi öllum víkingaflotanum að fullu. Ekkert af skipum þeirra slapp undan. Tuttugu galeið- ur voru teknar af óvinaliðinu, og fluttar burtu hernámi. — Pegar trúbúninn kom heim aftur, var honum tekið með mestu viðhöfn og prís á hafnargarðinum í Misenum. Vinir hans horfðu reyndar hálf hissa á þennan unga mann, sem liann hafði með sér. Kvintus Arríus sagði vand- lega frá því, hvernig Ben Húr hefði frelsað hann en þagði að fullu utn alt það, er áður hafði drifið á daga hans. «Og nú, vinir mínir» sagði hann og studdi hendi á öxl hins unga rnanns, »er hann sonur minn og erfingi. Hann á að fá eignir mínar síðar, ef eg læt nokkuð eftir m>g> og hann á að bera nafn mitt. Verið hans vinir, eins og þið hafið verið minir vinir.« Pað var orð, og að sönnu, að hann tók Ben Húr sér í sonar stað, undir eins og laga- skilyrðum þeim, er til þess þurfti, var fullnægt. Á þennan hátt sýndi þessi auðugi Rómverji þakklátsemi sína manni þeitn, er hafði frelsað líf hans. Mánuði síðar var haldin stórhátíð í Skár- usleikhúsinu í Rómi í minningu þess, að vík- ingarnir voru ofurliði bornir. Á annari hlið bygg- ingar þessarar var herkumblum og sigurfánum raðað, og voru þar á meðal trjónur hinna 20 skipa, ertekin höfðu verið. En uppi yfirþeim stóðu

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.