Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Side 7
BEN HÚR
79
letruð þessi orð: «Tekið af víkingum í Evrip-
Usflóanum af Kvintusi Arríusi, dúumvír.«
80000 manna horfðu þar á þessi orð.
VIII.
Nú víkur sögunnu til Antíokkíu, drotningar
Austurlanda; hún er voldugastur bær í heimi
næst Róm, þó ekki sé hún mannflest. Rað er
vant að segja svo, að svall og óhóf þeirrar
tíðar hafi runnið frá Róm. Það er ekki msð
öllu rétt. Ef vel er aðgætt, má sjá, að siðspill-
'ngin barst frá austurlöndum til vesturlanda, og
undirokuðu þjóðirnar höfðu áhrif á sigurveg-
arana, og það var ekki sízt Antíokkía, hið forna
höfuðból sýrlenzkrar menningar.óhófs og skraut-
fýsi, sem gekk á undan í þeim efnum.
Það var tímanlega dags í júlímánuði árið
23, eftir kristnu tímatali, að byrðingur einn
mikill rann inn af bláu hafinu inn í Orontes-
myunið. Hiti var mikill, en samt voru allir
Þe'r, er máttu, á þiljum uppi. Reirra á með-
a' var Ben Húr.
Hann hefir náð fullum karlmannsþroska
bessi fimm ár síðan við sáum hann síðast. Hann
Var klæddur hvítum línklæðum, sem hjúpuðu
f'ann að rniklu leyti, en þó mátti samt vel sjá,
hve ágætlega hann var limaður. Haim hafði
staðið þar langa stund í forsælunni við seglið.
^msir farþegar, er voru af sömu þjóð og hann,
höfðu reynt að fá hann til viðtals, en lítið
°'ðið úr. Hann tók kurteislega undir við þá,
en ífám orðum, og á latínu. Hann var hinn
þekkilegasti í framkomu og kurteis f viðmóti,
en 'ét þó lítið á sér bera; urðu menn við
það forvitnari um hagi hans. Og svo var eitt:
þött hann væri sem hinir ættgöfugustu höfð-
‘igjar í fasi, voru handleggir hans óvenju lang-
'r, og hendurnar undarlega stórar og hrikaleg-
ar- Það var líkast því sem hann ætti sér ein-
hverja sögu.
Qyðingur einn hafði komið á skipið í ein-
hverri höfninni, þar sem skipið komvið;hann
Var tiginn maður að sjá og mentaður, og mjög
góðlátlegur í fasi og viðmóti. Ben Húr hafði
gefið sig mikið að honum, og höfðu þeir tal-
að lengi saman. Þegar skipið rann inn í Or-
ontes, fóru út hjá þeim tvö önnur skip, og
drógu þar upp í sömu svipunum mörg ljós-
gul smáflögg. Sumir spurðu, hvaða flögg þessi
ættu að þýða og varð þá Gyðingur þessi hinn
göfuglegi fyrir svörunum; «FIöggin eru merki
þess, hver skipin á; það er einn auðugur kaup-
maður í Antíokkíu, og eru sjómenn hans van-
ir að draga upp gula fána þegar þeir mætast;
á það að merkja það, að þeim hafi farnast vel.»
«Þekkir þú hann?«
«Eg hefi viðskifti við hann, Og er hann
varð þess var, að þeir, er í kring stóðu. vildu
fegnir fá meira að vita um mann þennan, bætti
hann við: «Hann er ákaflega auðugur og þekkja
hann því margir, enda hafa margir öfund á
honum. Það er margt ljótt sagt um hann. Fyr-
ir nokkrum árum var í Jerúsalem «fursti» nokk-
ur af ætt einni fornri. er Húr heitir ...»
Ben Húr kiptist við, og hann fór að fá
hjartslátt. Enn hann gerði alt til þess að stilla
sig og vera rólegur.
»Fursti þessi var afbragð annara kaupmanna.
Hann réðst í stórfyrirtæki, bæði austur og
vestur í löndum, og hafði útbú í stærstu borg-
unurn. Útbúinu hér í Antíokkíu stýrði Símoní-
des nokkur, og var hann fæddur Gyðingur.
þótt nafn hans sé grískt. Svo var sagt að hann
væri eigi frjáls maður. Furstinn fórst á sjó-
ferð, en verzlunarstörfum hans var haldið á-
fram, og minkuðu ekki. En svo dundi ógæf-
an yfir fjölskyldu þessa; einkasonur furstans
var rétt kominn að því að verða fullveðja, en
þá veitti hann Gratusi, landstjóra í Júdeu, bana-
tilræði, í miðju stræti í Jerúsalem. Rómverjinn
hefndi sín á allri ættinni; engum einasta af
henni var vægð eða vorkun sýrtd; höll henn-
ar var innsigluð og eignirnar gerðar upptæk-
ar. Landsstjórinn Iagði þar gullplástur við hruflu
sína.»
Sumir áheyrendurnir hlógu; «það mun vera
sama og hann hafi stungið auðæfunum í sinn
sjóð.»
»Svo er nú á orði» svaraði Gyðingurinn;
«Eg segi bara það, sem eg hefi heyrt aðra