Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Side 17

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Side 17
A FHRÐ OG FLUGI. ð9 utn fyrir góða fylgd. «Við sjáumst líklega aldrei framar, Ramon, en bæði eg og samferðamenn mínir munu ætíð minnast yðar með hlýjum hug, og lægi þér á liðsinni mínu, og þér gæt- uð náð til mín, myndi eg vilja veita yður það «. «Vera má að við sjáumst aftur,» sagði Indíaninn rólega, og svo skildi Lavarede og ferðafólkið við þau hjónin, og héldu svo leiðar sinnar. Ferðin gekk síðan vel fyrir þremenningun- um. Rau voru öll vel ríðandi, og vegurinn orðinn allgóður. Eftirtekt og athygli vöktu þó jarðdunurnar, sem fóru að heyrast öðru hvoru, og sem boðuðu jarðskjálfta í grendinni. En þetta er svo vanalegt þar um slóðir, því að jarðskjálftar og eldsumbrot eru þar venju- lega oft í hverjum mánuði, svo að kunnugum verður eigi bilt við það, en ónotalegt er það fyrir útlendinga. Þegar á daginn leið, varð landslagið fram- undan klettóttara og ósléttara, en þó jafnfagurt. Ferðafólkið skifti á milli sín maísköku, sem Indíanakonan hafði gefið. Reim var öllum ljóst, að það varð að fara sparlega með nestið í þessum lítt bygðu héröðum, þar sem ekki var á vísan að róa með það, að fá sér keyptan máls- verð. Regar kom að landamærum Costa Rica, sáu þau þar mjög hrörlegan bjálkakofa, og úti fyrir honum stóðu þrír illaklæddir landamerkjadátar 1 ræflalegum einkennisbúningi, og var þetta 'andamæraher þeirra Columbíumanna. Ferða- Wennirnir heilsuðu þeim, en höfðu þar enga viðdvöl. En það var ekki komið nema rúma hundrað faðma inn í land þeirra Costa Ricas •nanna, þegar Lavarede, sem fór á undan, heyrði •nannamál framundan sér, og þegar hann fór að shygnast eftir h vaðan það kæmi, sá hann litla mann- þyrpingu undir klettabelti öðru megin við veg-' lnn, 0g höfðu þeir tjaldað þar, stóðu þar múl- asnarekstrarmenn og nokkrir dátar hvorir inn- anum aðra. Lavarede hægði á sér, og fór að hugsa um, a<3 heppiiegast væri að fara gætilega. í þeim svifum kom einhver við tjaldið auga á þau, og nú æptu rekstrarmennirnir hver í kapp við annan. «Rarna koma þeir. — Rað eru vorir reiðskjótar, auðþektir á reiðtýgjunum. — Slíkir stórþjófar þurfa að fá fyrir ferðina. — Jeron- ímus, hvað er orðið af honum. — Leitið hans piltar. — En handsamið þjófana á meðan. — Bezt að fara með þá til Moroles foringja;» og í sömu svipan var Lavarede og feðginin um- kringd af þessum óþjóðalýð, og hrundið úr söðlunum og handsömuð á fremur hrikalegan hátt. Síðan voru þau leidd fyrir þennan virðu- Iega foringja, sem sat þar í nánd undir stóru tré, og reykti vindil. Við hlið hans sat maður í stórri kápu, hafði hann brotið upp kragann svo ógerla sá í andlit hans. Regar hann sá fangana, laut hann að Moroles, og hvíslaði að honum nokkrum orð- um. Ressi orð höfðu undraverð áhrif á foring- jann. Hann spratt á fætur, og kallaði birstur til rekstrarmannanna, sem mösuðu hver framan í annan. »Haldið ykkur saman, segi eg, og sleppið óðara ungfrúnni og hinum æruverða föður hennar, og hafið vit á því framvegis að flana ekki að því að handtaka mikilsvirta og heiðarlega ferðamenn.« Rekstrarmennirnir drógust í burtu í meira lagi sneyptir, en foringinn sneri sér að feðgin- unum og sagði: »Virðulega hefðarmær og virðulegi lávarð- ur, vér erum komnir hingað eftir þóknanlegri fyrirskipun hins nýja héraðsstjóra Don José de Courramazas y Miraflour til þess að taka á móti yður, og veita yður fylgd og þjónustu. Ressir múlasnar voru ætlaðir yður, náðuga ungfrú,» og hann beygði sig djúpt fyrir ung- frúnni, »og yður, náðugi herra,« og hann laut Murlyton. «En sannast að segja áttum vér eigi von nema á ykkur tveimur, og kemur því þriðji gesturinn oss á óvart. Hver er hann?» «Nafn mitt er Armand Lavarede, borgari í hinu franska lýðveldi, hefi þar góða stöðu sem blaðamaður, en er nú á skemtiferð.* Á meðan Lavarede gaf þessar skýringar, kom hinn eftir spurði Jeronímus til sögunnar. 12

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.