Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Page 18
90 NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
Hann æpti þegar að Lavarede, og kvað, hann
hafa komið ríðandi á einum af múlösnum sín-
um, sem slolið hefði verið frá sér fyrir þrem
dögum. »Hann er þjófurinn, takið hann fast-
an,» hrópaði hann.
»Þér farið mjög vilt í þessu, herra minn,«
sagði Lavarede hlæjandi. «Fyrir þrem dögum
var eg alls ekki í þessu Iandi. Og hvað múl-
asnanum þínum við víkur, eða réttara sagt þess-
um tveimur múlösnum, þá er svo langt frá þvf
að eg hafi stolið þeim, þar sem eg einmitt hefi
tekið þá af þjófunum, sem hafa stolið þeim
frá yður, og þér mættuð því miklu fremur
vera mér þakklátur fyrir að hafa fært yður þá
aftur. — Eg get leitt vitni að því, að þessi
frásaga mín er rétt. Ungfrúin hérna og herra-
maðurinn voru viðstödd, þegar eg og fylgdar-
maður minn tókum asnana af þjófunum.»
Meðan Lavarede var að koma þessum góða
Jeronímusi í skilninginn um hvernig í öllu þessu
lægi, var kápuklæddi maðurinn á hljóðskrafi við
Iiðsforingjann, og heyrði ferðafólkið ekki hvað
þeim fór á milli. Síðan sneri foringinn sér að
Lavarede, og sagði: «Þennan framburð yðar
látum vér nú að svo komnu Iiggja milli hluta.
Eg er hvorki lögreglustjóri né dómari hér, en
er sendur hingað sem foringi fyrir þessari her-
mannasveit, sem á að taka móti hinum göfugu
gestum héraðsstjórans, og veita þeitn fylgd og
alla aðstoð á leiðinni til aðsetursstaðar hans;
en þér, háttvirti frakkneski maður, verðið að
fylgjast með okkur sem fangi. Pað hefir verið
borin á yður þjófnaðarsök, og þér verðið að
svara fyrir hana fyrir réttinum í Cambo. Rang-
að er skylda mín að fylgja yður.»
Lavarede sá að árangurslaust mundi að
mögla móti þessu, og gerði sér því að góðu
kringumstæður þær, sem hann var kominn í.
Síðan var haldið af stað, og öll sveitin var
ríðandi; ensku feðginunum voru fengnir múl-
asnarnir með skrautlegu reiðtýgjunum, sem
áður voru komnir til sögunnar. Svo var ætlast
til að Lavarede yrði fótgangandi sem fangi,
og var nokkrum dátum skipað að gæta lians.
Ungfrú Aurett varð honum þá að liði sem
fyrri. Hún sneri sér að foringjanum, og sagði:
«Faðir minn hefir á leiðinni hingað keypt múl-
asna, sem hér er í förinni, en þar sem þér
hafið nú fengið honum betur búinn reiðskjóta,
gengur hann laus; eg vil nú mælast til þess,
að þér afhendið unga samferðamanninum okkar
þennan reiðskjóta föður míns, svo hann þurfi
ekki að ganga. Hann er vinur okkar, og eg er
viss um, að þær sakir, sem á hann eru born-
ar, reynast ástæðulausar.«
»Sjálfsagt,« sagði foringinn stiniamjúkur,
«fyrst ungfrúin æskir þess. Eg hefi skipun um
að uppfylla allar óskir yðar.« Rannig fékk
Lavarede reiðskjóta eins og allir hinir.
Vér eigum ekki langa leið fyrir höndum í
kvöld,» sagði foringinn við ungfrú Aurett.
«Tvær ár þurfum vér samt að fara yfir, og þá
komum vér von bráðar að bænum Las Cruces,
sem stendur undir Cordiller fjallinu; Rar í til-
teknu húsi hefir héraðsstjórinn látið fyrirbúa
gestum sínum gisting og góðan kvöldverð.
Hann er gestrisinn og hugsunarsamur nýi hér-
aðsstjórinn okkar.»
Ungfrú Aurett fór að hugsa um alla þessa
viðhafnarmóttöku, sem þeim feðginum var sýnd
í Costa Rica, og hana fór að gruria, að hún
mundi ekki boða neitt gott. Hún hafði heyrt
Don Jósé nefndan sem héraðsstjóra, og hemii
hafði ávalt staðið stuggur af þeim manni. Hún
reyndi þó að hughreysta sig með því, að faðir
hennar væri með henni, og svo væri Lavarede
einnig í fylgd með þeim; fanst henni þá, að
með svo öruggum fylgismönnum ætti hún að
reyna að hrinda öllum kvíða frá sér.
Maðurinn í stóru kápunni hafði að þessu
riðið við hlið sveitarforingjans, framarlega í
hópnum. En svo fór hann að halda við reið-
skjótann, svo aðrir komust framfyrir, og kom
því svo fyrir, að hann varð samsíða Lavarede.
Hann huldi andlit sitt að mestu enn með kápu-
kraganum, og reið þegjandi stundarkorn við
hliðina á Lavarede, sem virtist þetta einkenni-
legur náungi, einkum þegar hann fór að heyra
hljóð innan úr kápunni, eins og af niðurbæld-
um hlátri. Síðan tók hann til máls á góðri