Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Qupperneq 21

Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Qupperneq 21
I'SAGA FRÁ SILUNGSÁNNI. 93 í óða önn að spýta blóði ’inn í hann vann, gegnum smágjörvar slagæðar, sem skiftu því aftur og dreifðu um líkamann. í hinu fín- gerða æðakerfi fór fram leyndardómsfull efnis- myndun. Um leið og blóðið fór þessa hring- ferð, tók það næringarefni með sér úr mjólk- inni, og bygði svo úr þeim bein og hold sil- ungsins. Með þennan umgetna poka á brjóstinu, er kalla mætti nestismal, var þægilegt fyrir litla ungann að draga fram lífið, því að hann þurfti ekki að bera sig neitt um til þess að ná sér 1 björg. Það var Iíka eins hentugt fyrir hann, Því að áin var full af ýmsum rándýrum; enda hélt hann sig á sömu stöðvum á milli tveggja steina, þar sem lítið bar á honum; svo bætt- ist það við, að hann þoldi ekki fyrst í stað dagsbirtuna. Eftir nokkrar vikur fór nestispokinn að smá- rýrna, unz hann eyddist til fulls. Hlaut hann þá að fara að beita uggum sínum og öngum til þess að bera sig um, og ná í æti. Hann fór líka. að verða dálítið félegri en áður, 0g ifkjast meir fiski, krefjast alvarlega tilveruréttar síns, beita sundfærunum, og yfir höf- . að færast í aukana, og láta bera dálítið á sér í niðandi árstraumnum. ^egar hann var kominn örskamt frá gömlu stöðvunum, mætti hann litlum en skringilegum fiski, með stórann haus, sem réðist að honum með opið ginið, og var nærri búinn að gleypa hann; en hann slapp þó, og komst inn á milli tvegg]'a steina. Nú var hann ekki lengur ljósfælinn, en marga °vini var að varast. Í ánni voru ýmislegir varg- ari sem eyða ungviðinu, svo sem vatnakarfar, a*ar og froskar og fleiri skepnur, sem hér eru ekki nefndar. f raun og veru voru það silungarnir, sem gerðu mestan usla. Peir létu sér ekki bregða v>ð að gleypa litlu frændur sína, hrönnum sam- an- t*að mun varla ofsagt, að aðeins einn til tveir at þúsundi verði fullorðnir. Við fyrstu tilraun- irnar til þess að afla sér fæðu, opnaðist litla sil- ungnum nýr hugsjónaheimur. Regar hann vildi ná sér í feitan yrmling eða annað þess kyns sælgæti, sem barst með árstraumnum, beindi hann höfðinu í straum- inn og sætti lægi. En stundum mistókst hon- um þó algjörlega. Upp frá þessu mátti segja, að hann væri sjálfstæður í því að fara allra sinna ferða og gæfi ekki eftir öðrum frændum sínum, þó eldri væru. Lautin eftir nestismalinn á brjóstinu var nú óðum að hverfa, en þó vantaði mikið á, að hann væri fullþroskaður, ekki nema tæpur þumlungur á lengd; höfuðið hlutfallslega alt of stórt eftir öðrum vexti, augun útstandandi og munnurinn ákaflega víður. Til þess að þetta lagaðist fljótt og eðlilega, þurfti hann mat sinn og engar refjar. Pað var nærri ótrúlegt hvað mikið hann þurfti í sig af litlum vatnadýrum, lirfum og pöddum o. fl. Eru það engar ýkjur, að hann þurfti meira en þyngd sína yfir dag- inn. Hann stækkaði líka óðum, og safnaði kröft- um, og var mikið útlit fyrir að hann yrði einn með efnilegri silungum í ánni. F*að væri of langt að telja upp öll æfin- týrin hans, fyrstu mánuðina, og svaðilfarirnar, er höfðu lífshættu í för með sér, T. d. að taka þegar veiðibjallan var einu sinni nærri búin að hremma hann með klónum, og hann rétt með naumindum komst undan með rifið roðið. í annað sinn var heljar stór lómur nærri búinn að ná honum. Hann steypti sér úr háa- lofti niður í vatnið, og teygði álkuna að hon- um með gapandi gini. En af því að hann var fimur og frár, brá hann sér snúðugt undan. Þetta og annað þvílíkt kvekti hann og hræddi ákaflega. Pá er hann var orðinn eins og hálfs árs gamall, fór hann að taka eftir því, að eldri silungar söfnuðust á þá staði, þar sem vatnið var grunt og Iygnt, og botninn ósléttur eða grýttur, og réði af því, að eitthvað mikið stæði til.— Til þess að vera ekki minni en aðrir, lét hann berast þangað með straumnum. Hittist þá einmitt þannig á, að hann lenti á fornum stöðv- um^þar sem vindbólurnar höfðu fyrst fært

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.