Nýjar kvöldvökur - 01.04.1908, Síða 22
94
NÝJAR KVÖLDVÖKUR.
honum Iífsloftið. Enn þá var hann ekki stærri
en mannsfingur eða rúmlega það En þótt hann
væri svona lítill vexti, var hann býsna mikið
á ferðinni, og hálf pöróttur, tróð sér h :lzt
þangað, sem hann átti ekki að vera.
Karlfiskarnir komu fyrst á riðin til þess
að búa undir staðinn. Kvenfiskarnir komu
skömmu seinna.
Hreiðurgjörðin varfremur einföld, ekki annað
en ruðningur á litlum bletti. Þeir höfðu til
þess granirnar, uggana og sporðinn, að færa
ruðninginn frá sér. Ressum störfum héldu þeir
áfram, þar til dálítil dæld var komin í árbotn-
inn. Meðan þetta verk stóð yfir, var ekki laust
við innbyrðis óróa og afbrýði.
Kunningi okkar var of ungur til þess að
taka þátt í þessu starfi, af því að hann var
hálfgert seiði. Hélt hann sig, ásamt mörgum
jafningjum sínum, utan við takmörkin. Honum
þótti annars nógu gaman að skjótast inn, til
þess að glettast við þá, sem voru að vinna,
með því að hnippa í þá með höfðinu, ein-
hversstaðar á búkinn, og flýta sér svo aftur
í burtu, til þess að komast hjá hegningu. Svo
gjörðust þeir kunningjarnir ærið djarftækir á
nýju hrognnuum, og mætti ælta, að þau væru ekki
síður lostæt niðri í vatninu en á þurru landi.
Retta er önnur ástæðau til þess, að móð-
irin hylur eggin, um leið og hún hefir gotið
þeim, með smásteinum, svo að minna beri á
þeim, en hin er sú, að þau þola ekki sólar-
birtuna fyrst í stað. En þetta er þó engan veg-
inn örugt hæli fyrir þau, því að steinarnir skol-
ast iðnglega ofan af þeim,
Næsta ár fór hann að langa til að eiga með
sig sjálfur, og hypjaði sig upp til grunna vatns-
ins, eins og aðrir fiskar, þá þrjátíu mánaða gam-
all, hér um bil 4 þumlungar á lengd. Nú var
hann líka með konuefnið með sér. Ætluðu þau
svo sem heldur en ekki að byrja búskapinn,
og voru farin að ryðja sér blett, en alt í einu
kom þar í spilið fullorðinn karlfiskur, sem hreint
og beint hrakti hann frá húsi og heimili. Retta
var mikil læging fyrir hann, og mjög móðgandi,
en við svo búið varð þó að standa að sinni.
Á áliðnu næsta sumri tókst betur til fyrir
honum. Rá hugsaði hann sér til hreyfingar,
strauk sig upp, og bjóst sínum beztu litum, og
mátti heita Ijómandi laglegur. Rá var hann á
fjórða ári, og ekki nærri fullorðinn. En þó var
hann á því skeiði, er hann virtist vera lang-
fallegastur. Útlitið var þannig: bakið var dökk-
gljáandi, og mjúkt eins og silki, og græn slikja
yfir, með tinnusvörtum dröfnum. Hliðarnar
voru lítið eitt ljósari, og sló gull-lit á þær á
stöku stað. Aftur voru sumstaðar rósrauðir
flekkir, er lágu óreglulega. Kviðurinn venju-
lega mjallhvítur, en nú hafði hann meira við eu
endrar nær. Vestið var silkigulbleikt, uggarnir
ýmist rauðir eða hvítir, og sumir gulleitir. Fyr-
ir utan þessa fögru litprýði, var hann þakinn
smágjörfu hreistri svo jöúsundum skifti, sem
varla varð greint með berum augum. Aftan
við tálknin lá kragi yfir hinar beinu, miklu axl-
ir, og þaðan gekk mön aftur að sporði, ekki
vel greinanleg, líkt og máluð vatnslína á skipi.
Vera má að fiskar hafi verið til, sem hafa verið
grennri og liðlegar vaxnir en hann, og ef til
vill prýðilegri. En það var þó eitthvað við
hann, auk fegurðarinnar sem bar vott um sér-
stakt afl og skjótleik. Víði munnurinn hans eða
ginið náði talsvert lengra upp, en á móts við
augun. Tanngarðurinn var sem vígbúið her-
virki, með oddhvössum rýtingum. Augun voru
stór með Iöngu millibili, sem bungaði allmik-
ið út. Ennið bar vott um það, að liann hafði
stærri heila en vanalega gerist meðal straum-
búa. Svona búinn hélt hahn til grynninganna,
og hafði á sér óvanalegt ferðasnið. Hann virt-
ist algjörlega vera að sneiða þá leið, sem tor-
sóttust var, nefnil. þar sem straumurinn var
harðastur, og breytti þar eftir eðlishvöt sinni,
og síns kyns, sem honum var með skapað ekki
síður en öðrum. Eins og kunnugt er, er það
mesta nautn silungsins, að busla móti fossandi
straumiðu og flóðföllum. Honum gekk líka
ferðin ærið stirt, og fór annað veifið eins mik-
ið aftur á bak eins og áfram, líkt og fugl, sem
klýfur Ioftið á móti sterku stormviðri, með
vindþanda vængi, og er að þrotum kominn af
þreytu. Loks náði hann upp að dálitlum fossi,
sem var í ánni. og tók sér þar hvfld um stund,
í lygnum polli. Stiklaði svo upp fossinn, og
fórst það ntjög fimlega. Hélt svo leið sína,
unz hann komst til hins ákveðna staðar, eða
áður nefndra grynninga. Rað var á sinn hátt
merkisstaður, af því að þarhöfðu frá aldaöðlisvo
margar kynkvíslir lækjarsilunganna aukist og
margfaldast. (Framh.)