Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Síða 2

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Síða 2
98 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. Rað var víst komið langt fram á vetur eða frant undir vor, því að eg man eftir því, að það var hætt að kveikja. Eg man það var ekkert til í kotinu, nema dropinn úr kúnni, og eg var svangur á hverjum degi. Mig minnir það væri oftast ilt veður og mikill snjór og eg fékk aldrei að fara út. Mamma var altaf lasin, og lá mest altaf uppi í rúmi, nema á meðan hún var að hreyta kúna og skamta okk- ur. Hún gat ekki orðið sagt mér sögur nema stundum. Faðir minn var oftast með daufasta móti, talaði sjaldan neitt, snupraði mig og sló mig stundum, ef eg hafði eitthvað hátt eða var rellinn við mömmu, eu við hanavarhann svo góður sem hann gat og hagræddi henni eftir megni. Einn daginn kom einn af vinnumönnun- um frá heimajörðinni og spurði föður minn, hvort hann vildi ekki reyna að róa með þeim á morgun, ef gæfi; það hefði verið sagt að það hefði orðið vel fiskvarí í gær þar skamt fyrir utan. Hann var til með það. En hvað eg hlakkaði til að fá nú fisk. Mér fanst eg verða helmingi svengri en eg jvar, við þá tilhugsun. • Eg hlakkaði svo mikið til morgundagsins, þegar pabbi kæmi að með fisk í matinn. Hann var fámálugur, en var frammi við að gera við gamla skinnfatagarma, sem hann átti þar. Hann kom ekki innfyrrien eg var háttaður um kvöldið. Mamma var heldur með betra móti þetta kvöld. Hún sat uppi og var eitthvað að ditta að fötum pabba míns. Svo þegar hann kom inn, fóru þau að hátta. Hann fór af stað snemma um morguninn. Samt var eg vaknaður, og heyrði að þau voru að tala saman. Eg man það eins og það hefði verið í gær. Mamma var ósköp dauf og sagði við föður minn: «Eg vildi þú færir ekki í dag; mig dreymdi einhvernveginn svo leiðinlega í nótt.» «Rað verður ekkert að í dag; það er stilt veður.« «Guð minn góður gæfi það,« «Hann gefur það — hann hefir altaf hjálp- að og gerir það emu» Svo kvaddi hann hana með kossi og fór út. En hún hallaðist út af á koddann og eg heyrði að hún fór að gráta og grét þungt. Retta hafði einhver óþægileg áhrif á mig. Rað var eins og legðist á mig eitthvert farg, sem bældi hugsunina niður. Eg eirði ekki í rúminu, heldur þaut allsnakinn upp úr því, fór að hágráta og stökk yfir gaflinn yfir til mömmu. Hún tók á móti mér, skaut mér ofanundir og lagði mig upp að sér. Eg man ekki eftir að mér hafi nokkurntíma liðið eins vel og þá. Hún fór að sefa mig — og sefaðist sjálf við það. Svo fór hún að klæða sig, og eg Iíka. y Svo Ieið nokkuð fram eftir degi. Rað fór að þykna í lofti, og alt í einu rak byl á bæ- inn, og það svo harðan, að það brakaði í baðstofuskriflinu. Retta hvassviður lamdi á baðstofunni allan daginn sem eftir var til kvölds. Regar bylurinn skall á, rak mamma upp hált hljóð, tók höndinni fyrir hjartað og sagði: «Guð hjálpi mér.» Svo hneig hún ofan í rúmið. Eg var að ranglast um gólfið, en skreið svo upp í rúmið til hennar. Hún hélt utanum mig, flóði í tárum og las bænir og vess án afláts. Seinast sofnaði eg þar hjá henni í rúm- inu. Svo man eg óglögt eftir deginum úr því. Rað var víst ofsahlákuveður, því að baðstof- an fór að leka. Mamma lá altaf niður; en undið kvöldið skreiddist hún á fætur, gaf kúnni og mjólkaði hana. Eg fór að spyrja hana, hvort pabbi færi ekki að koma. Hún fór aftur að gráta, sagði hann kæmist ekki heim af því að það væri svo hvast úti, og sagði mér að fara að hátta. Mér væri víst óhælt að hátta í rúminu sínu. Eg háttaði þar svo, og hún hallaði sér fyrir framan mig í fötunum og breiddi brek- ánið ofan á sig. Eg sofnaði og svaf til morg- uns. En hvað það er gott að vera barn, og hafa enga hugmynd um aðköst ógæfunnar í heiminum.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.