Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Side 10

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Side 10
106 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. FORLAGAGLETN I. (Eftir H. Vild.) (Framh.) En innanum allar þessar þjáningar og eymd fann hann þó til titrandi friðsælu í hjarta sínu. Fullvissan um að hann var elskaður, og að sú til- finning-hafði eigi orðið dulin, mýkti hjarta hans. Hann vakti þó friðlaus alla nóttina, og eng- in nótt hafði honum fundist jafnlöng. Regar fór að morgna, var hami sem á nálum og fullur óþreyju eftir að fá, að ná tali af baróns- frúnni, til að vita hvernig systur hennar liði. Snemma um morguninn fékk hann einn af hótelsþjónunum til að grenslast eftir, hvort yngri systirin væri mikið veik, en fékk þau boð aftur frá þjónustustúlku þeirra, að frúrn- ar væru ekki viðlátnar. Um morguninn reyndi hann eins vel og hann- gat að fjarlæga áhrifin, sem þessi þjáningafulla vökunótt hafði haft á útlit hans. Hann fór í bað og klæddi sig í ný föt, settist síðan að morgunverði og reyndi að hressa sig á hinutn ljúffengu réttum, þótt matarlystin væri lítil. Eftir morgutiverðinn sá hami ekkert til þeirra systra í skemtigarðinuni, þar sein þær voru þó vanar að vera um það leyti á morgnana. Hann skundaði því til her- bergja þeirra sjálfur og gerði boð fyrir baróns- frúna, en hún gerði honum afsökunarboð að hún gæti eigi talað við hann, því hún mætti eigi fara frá systur sinni, og við þetta sat þar til síðari hluta dagsins, þá fór hann í annað sinn að leita eftir að ná fundi hennar, en alt fór á sömu leið. Hann sá í frenira herberginu töskur og ferðaskrínur, sem búið var að taka fram, og mátti aí pví marka, að þær systur byggjust til brottferðar, enda var þjónustustúlk- an að láta dót ofan í sumar þeirra. Og hún sagði honum að maður frúarinnar væri vænt- anlegur að sækja þær, honum hefði verið sent símskeyti þá um morguninn. Parna fékk hann svar upp á sína hrein- skilnu játningu. Lússía skoðaði hann sem kvæntan mann, og hugsaði eigi um annað en flýja hann. Slíkan enda mátti þetta mál eigi fá. Hún varð að fá að vita, að hann unni henni hug- ástum, og án hennar væri hann hamingjulaus maður. Pað kviknaði í brjósti hans von um, að ekki væri ómögulegt, að hann gæti losað af sér hjúskaparfjötrana, og um það, að geta fengið Lússíu fyrir konu; þeirri von vildi hann eigi sleppa fyr en hann væri árangurslaust búinn að reyna til þrautar að losa sig. Hann sneri aftur til herbergja sinna, sett- ist við skrifborðið og ritaði brennandi ásta- bréf, talaði um ást sína til Lússíu, og hann mundi einskis láta ófreistað til að losa sig, til þess að geta boðið henni hönd sína og hjarta. Hann talaði um sorglega einveru, og að lífið þá yrði sér óbærilegt, og bar síðan fram þá bæn og ósk að mega tala við þær systur. Svarið kom von bráðar aftur, að baróns- frúin biði hans, og hann fór þegar á fund herinar með mikilli geðshræringu. Hann varð að styðja sig við stólbrík, meðan herbergis- þernau tilkynti komu hans. Barónsfrúin lét ekki lengi bíða eftir sér. Prófessorinn sá þegar, að þessi glaðlynda kona var mjög alvarleg, hnuggin og þreytuleg. «Hvernig líður henni systur yðar?« stamaði hann. Frúin svaraði með dauflegu brosi: «Hún er miklu betri. Eg held að engin hætta sé á ferðum.« Svo þagði hún litla stund fremur vandræða- leg, en tók svo til máls: «Hreinskilni yðar neyðir okkur til að sýna sömu hreinskilni. F*að væri órétt gagnvart yð- ur að þegja lengur um leyndarmál systur minn- ar, og Lússía óskar þess, að þér fáið að vita það. En þér megið ekki gleyma því, að þetta er fullkomið leyndarmál, sem henni og okkur hjónum er viðkvæmt, og að við segjum yður það, af því við treystum göfuglyndi yðar full- komlega.»

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.