Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Qupperneq 13

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Qupperneq 13
FORLAGAGLETNI. 109 <>Er þetta alt og sumt,« sagði prófessorinn með auðsæjuni vonbrigðum. »Hvað getur það verið meira, þér eruð bundinn, og systir mín er líka bundin, svo um þetta er ekki meira að segja.« »En þér sögðuð þó einu sinni —að minsta kosti skiidi eg það svo — að þér hélduð að ný sambönd — « »Að vísu, það var líka skoðun mín, en eins og sakir standa nú, efast eg um að Lússía nokkurntíma gefi eftir skilnað.» »Guð tninn góður, er það mögulegt, að hún elski mann sinn ennþá?« »Elski, kærleikurinn er mjög óákveðið hug- tak, vinur minn. Aðalatriðið er, að hún hef- ir liðið mjög mikið — meira en hægt er að ímynda sér. Eg hélt að hún væri búin að ná sér til fuils, en harmar hennar og þjáningar í gærkvöldi hafa sannfært mig um, að sár henn- ar enganveginn var gróið, og eg veit sannar- lega ekki, hvort það grær nokkurntíma svo, að von um hamingju og harmabót geti lifnað í brjósti systur minnar.« «Ó, ef hún bara elskaði mig,« hrópaði pró- fessorinn æstur. »Ef eg aðeins fengi að tala við hana. Ó, útvegið mér þá hamingju, frú, að hún vilji hlusta á orð mín. Gagnvart yð- ur hafa orð mín verið kraftlítil. Mætti eg bera það fram við Lússfu mundu þau fá meira líf og hita. Gefið mér tækifæri til að geta unn- ið og vakið lífsgleðina, hamingjuna og kær- leikann til handa bæði henni og mér. Og þótt eg aldrei beri gæfu til þess að ávinna okkur yndi, frið og sálarrósemi, þá hjálpið mér þó til að gera tilraunina, svo eg þurfi ekki að á- saka mig fyrir að hafa eigi reynt hið ýtrasta að við gætum sameinast til þess að leita gæf- unnar saman.« Það heyrðist lítið þrusk inni í hliðarher- berginu. »Eg vil gera það sem í mínu valdi stend- ur— bíðið svo lítið við,« sagði barónsfrúin °g gekk skyndilega á brott. Walter taldi sekúndurnar meðan hún var í burtu, og fundust honum þær vera harla lengi að líða. Loksins kom barónsfrúin aftur. Hún hafði tár í augunum og var í auðsærri geðs- hræringu. »Lússía lét tilleiðast að tala við yður, en ein- ungis í nærveru minni.« -I nærveru alls heimsins, ef hún óskar þess,» svaraði prófessarinn með ákafa, og barónsfrúin fylgdi honum þegar inn til systur sinnar. Honum varð bilt við. Konan, sem í gær var rjóð í kinnum með blómlega æskufeg- urð, sat nú föl með grátbólgið andlit og harmþrungin. Hún hlaut að hafa þjáðst mikið þetta síðasta dægur. Walter varð orðfall. Hann, sem hafði sagt barónsfrúnni, að orð hans mundu fyrst fá líf og lit, þegar hann fengi að tala við konuna, sem hann elskaði, gat nú eigi, þegar hann stóð frammi fyrir henni, komið neinum orðum að tilfinningum sínum. Hann gekk þegjandi til hennar, greip um báðar hend- ur hennar og féll á kné fyrir framan hana. með sorgblöndnu bliðubrosi horfði hún litla stund á hann. »Standið á fætur, vinur minn,« sagði hún svo með mjúkum rómi, og í honum var hægt að verða var við niðurbældan harm. «Standiðá fætur, þessar stellingar eru yður eigi samboðnar,« og meðan prófessorinn reis upp, sagði hún og roðnaði: »Eg hefi heyrt samtal ykkar systur minnar. Fyrirgefið forvitni mína.« Walter ætlaði í gleði sinni að grípa fram í fyrir henni, en hún gaf honum eigi tíma til þess. »Misskiljið mig ekki,« sagði hún með blíðu, »eg er yður mjög þakklát fyrir traust yðar á mér; þessi skoðun yðar, og á hvprn hátt þjer báruð hana fram, hefir haft mjög góð á- hrif á mig, en eg veit þó að það hvílir skuggi yfir heiðri mínum —« Þegar Walter fór að mótmæla þessu með ákafa, lyfti hún hendinni og leit til hans bæn- araugum, svo að hann varð að hætta. > Eg vissi það eigi fyr en í gær,« sagði hún með veikri rödd, «en eg hefði þó mátt vita það áður, en eg var svo ung og hefi haft svo litla lífsreynslu. Og svo hefi eg ef til vill minna

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.