Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 14

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Blaðsíða 14
9 110 NÝJAR KVÖLDVÖKUR. hugsað um það af því að, guði sé lof, þetta er aðeins skuggi, en enginn veruleiki. En allur heimurinn, sem þekkir fortíð mína, horfir á þennan skugga, og hver getur ábyrgst mér, að almenningsálitið geti ekki einnig veikt trú yðar og traust á mér á endanum?« »Aldrei!« hrópaði Walter, sem nú gat eigi stilt sig lengur, »aldrei skal einu sinni hinn minst andvari hleypidómanna hafa áhrif á hjarta mitt eða tungu gagnvart yður. Eg mundi engu síður lítilsvirða móður mína en yður. Og eg sver yður það, Lússía, við nafn móður minnar, að eg vil elska yður og virða meira en nokk- ur kona hefir verið elskuð, virt og heiðruð.* »Unga konan svaraði eigi undir eins, hún átti auðsjáanlega i stríði við sjálfa sig, því að hún titraði lítið eitt og kreisti á sér hendurnar. «Nú horfið þér á mig með augum ákefðar og ástarþráar,* stundi hún að síðustu upp. »En hversu fljótt munu eigi gallar mínir og ófuilkotnleiki breyta hinu góða áliti og trausti, sem þér nú berið til mín.« «Nú hafið þér talað nóg,« greip baróns- frúin fram i, »og nú vil eg fá orðið. Mér finst þið bæði tvö gleyma mikilsverðasta atrið- inu, sem er það, að eg hugsa að eiginmaður Lússíu vilji ef til vill fá að leggja hér um orð í belg. Og eg er hrædd um að hann setji sig eindregið á móti því, að hjónabandi þeirra sé slitið.« »Er hann þá brjálaður,» hrópaði Walter reiður. »Stundum lítur það svo út,« sagði baróns- frúin og brosti. «En til allrar hamingju er þessi brjálsemi alveg hættulaus. Og svo finst mér nú, góði vinur, að þér hefðuð fyrst átt að kynn- ast konunni yðar, áður en þér færuð að reyna til að fá skilnað ykkar komið í framkvæmd.« »Get eg þá galdrað hana til mín?« svaraði prófessorinn með ákafa. »Ekki beint, en ef þér leggið yður í líma til þess að finna konuna yðar, er ef til vill hægt að hjálpa yður til þess, og fyrst og fremst höfum vérhér hjúskaparskuldbindingu Lússíu að athuga — * »Ó, Rósa ekki ennþá!« bað unga konan náföl i>g rétti báðar hendur til systur sinnar. «Altaf ekki ennþá, upp aftur og aftur,« svaraði barónsfrúin óþolinmóð, um leið og hún gekk að skrifborðinu, *þið getið aldrei komið ykkur saman nema ykkur sé hjálpað til þess,« svo dró hún út skúffu og tók upp úr henni skrautlegt skrín, opnaði það gætilega, og tók upp úr því stóra pappírsörk saman- brotna og einhvern lítinn hlut. Unga konan hélt báðum höndunum fyrir andlitið með ekka. »Hér er nú þetta merkilega skjal,« sagði barónsfrúin mjög róleg, »og þetta litla lista- srníði, sem þér ef til .vill kannist við,« og hún rétti prófessornum lítinn gullhring. Hann horfði forviða á hringinn, sem var alveg eins og giftingahringurinn hans, sem hann vissi ekki annað en að væri vel geymdur heiina hjá honum. Hann hafði alt of oft skoðað rós- irnar, sem grafnar voru með miklum hagleik á hringinn hans, til þess að kannast eigi við, að það voru einmitt samskonar rósir, sem grafnar vorit á þennan hring, og svo glápti hann undr- unarfullur á barónsfrúna, sem bara hló að hon- um, á meðan hún var að fletta sundur papp- írs-örkinni. Walter hrökk saman, eins og eldingu hefði slegið niður fyrir framan hann, því fyrir sjón- um hans blöstu við í óbeinum línum hin hrika- legu og lítt læsilegu rithandarmerki, sem eitt sinn höfðu skuldbundið hann æfilangt. og við hliðina á undirskriftunum var bletturinn eftir blekið, sem hann mundi svo vel eftir að Mel- azzo hafði þurkað upp. Hann hélt skjalinu með tveim skjálfandi höndum, og augu hans voru bundin við það með töfrakrafti, og hann varð sannfærður um að sig væri að dreynia. »En lesið þó, vandræðalegi vinur minn. Guð minn góður, hvað það er erfitt að opna augun á þeim mönnum, sem ekki vilja sjá,« mælti barónsfrúin óþolinmóð og óttaslegin, því að hún sá að systir hennar var öngviti nærri. Hann hlýddi henni sem í leiðalu og fór

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.