Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Side 22

Nýjar kvöldvökur - 01.05.1911, Side 22
118 NÝJAR KVÖLDVÖKUR, við að þér verðið ekki svo ókuríeis að fara að gera rekistefnu úr því við hana á eftir, þá held eg megi til að segja yður það, þó eg geri það nauðugur. Hananú þá — hún gat ekki átt hann af því að Jesko dó, og það áð- ur enn þau trúlofuðust — hann féll í einvígi. Öll blöðin voru þá full með þá hryggilegu sögu.« Egon studdist upp við blaðaborðið, sem stóð að baki honum. Retta kom svo flatt upp á hann. «Guð almáttugur,* stundi hann fremur en hann sagði það. Það var hörmulegt. Og hver myrti mannaumingjann?* Schoddyn greifi hrökk saman og leit und- an, svo Plettov sá ekki að Hann varð eins og aska í framan. «Eg fyrirgef yður orðtækið,« svaraði hann í gamla kæruleysisrómnum, «eg hef rétt til þess, því að eg varð sjálfur fyrir því óhappi að særa Altenkrögel til bana í einvígi.« Rað varð dauðaþögn svo sem eina mínútu. Plettov varð orðlaus — það lá eins og bjarg á brjósti hans, sem ætlaði að kremja hann í sundur, en vildi ekki hverfa frá. Hann hafði fengið voðalegan grun. «Schoddyn greifi,« sagði hann, og barðist við orðin að koma þeim upp, »eg bið yður nú um að vera hreinskilinn við mig og segja mér þetta, sem þér eruð að fara í kringum — þér hljótið að skilja, að eg er í ógurlegri geðs- hræringu eftir þetta, sem er- um garð gengið.« ^Þér eruð ungur, Plettov minn góður, og látið atvikin hafa ofmikil áhrif á yður,« svar- aði Schoddyn; «þegar þér eruð komin á minn aldur, þá fer maður að sljóvgast, segi eg yð- ur satt; en hvað á eg að fara segja yður lið fyrir lið? Nú, það gekk til eins og hvert ann- að einvígi. Jeskó var drukkinn og var ókurteis við mig, eg bauð honum út og hitt hann í brjóstið, því miður, en kúlan hans reif hattinn af höfðinu á niér — spánýjan kastorhatt frá Landaner. . .« Plettov sneri sér undan. Honum blöskraði ókærni greifans. Hann gekk nokkrum sinnum um gölf um stofuna og nam síðan staðar. «F*að varð heilmikið uppþot og gaspur út úr þessu,» hélt Schoddyn áfram, «blöðin komu með heila dálka um það, hvort einvígi hefðu siðferðilega rétt á sér, og það var ekki um annað talað í hverju samkvæmi eina þrjá daga þar á eftir. Eg var dæmdur í tveggja ára fang- elsi samkvæmt lögum og rétti, en konungur mýkti úr refsingunni, eins og vant er, og lét það verða eitt missiri. Og eg er að hugsa um að taka út refsinguna, þegar eg kem heim aft- ur, vonandi í Magdeborg; eg þekki fangelsis- stjórann þar, og eg hef heyrt að þar væri oft glatt á hjalla í meira lagi.-< «Hvað sögðu mæðgurnar um þetta slys?« sagði Egou og hvesti augun fast á Schoddyn. «Hvað ætl’ þær svo sem hafi sagt. Þær sáu mikið eftir honum, eins og eg, og hjálpuðu mér til við útför hans í ættargrafreit hans í Baarburg.* «Og hver tók þá við arfi eftir Iskó v. Alt- enkrögel?« Schoddyn leit illilega til Plettovs. »Doningsmæðgur—sem næstu ættingjar hans.« »Pað grunaði mig,- sagði Plettov. Ressi orð mörðust upp frá ferjósti hans eins og dauðahrygla margþjáðrai’ sálar. Svo gekk hann út úr stofunni, án þess að líta aftur eða kveðja. Schoddyn greifi hallaði sér værðarlega aft- ur í stólinn. «það var betra, að eg sagði honum það sjálfur, heldur en hanu hefði frétt það á skot- spónum,* tautaði hann lágt við sjálfan sig. «Annars virðist mér þessi drengur miklu hættu- minni mótstöðumaður, heldur en karluglan, sem með honum er. En það fer víst bezt að hafa sig heimleiðis úr þessu.« Og hann tók blað og fór að lesa í því. (Meiri.) Bókmentir Eg hef áður getið rita-þerra í Kvöldvökun- um sem hata út komið og snert hafa sögu Is- lands, og nú sfðast í vetur bókár Sfgurðar Iýð-

x

Nýjar kvöldvökur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.