Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Qupperneq 1

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Qupperneq 1
JAKOB ÆRLEGDR. Eftir Fr. [Marryat. FJÓRÐI KAPÍTULI. Gamli Tumi og ungi Tumi. Eigi leið á löngu áður en fundinn var for- maður á ferjubátinn, og úr þvi eg var æði lengi undir forustu hans, ætla eg að lýsa þeim nokkuð. Gamli Tumi hafði verið í sjóliðinu bezta hlutann af æfinni, lent í mörgum bar- dögum, og seinast höfðu verið skotnir undan honum báðir fæturnir í orustunnj við Trafalgar; en hann varð græddur, og kaus svo heldur að fá lítinn fjárstyrk og vera hjá konu sinni og börnum, en að verða kyr á uppgjafadátastofn- un. Hann var hinn brattasti og heilsubezti, herðabreiður karl, og hafði án alls efa verið mesta karlmenni og ekki vantað meira en þuml- ung í þrjár álnir þegar hann var á uppréttum fótum. En hann fann það, að honum gekk betur að halda jafnvæginu, ef hann heldur stytti fæturna, svo að hann gerði tréfæturna svo sem hálfu öðru kvartili styttri en rétt hefði verið, og varð hann því Iíkastur risavöxnum dverg á fæti. Hann hafði mjög gott orið á sér, og verð eg að segja, að hann áttLþað skilið. Hann var sífjörugur og þótti dálítið gott í staupinu. En að eðlisfari var hann léttlyndið sjálft, sísyngj- andi, og hann hafði fagra og mikla rödd. Hann hafði stálminni, og kunni ósköpin öll af kvæð- um, en söng þó sjaldan meira en eina eða tvær vísur í einu af hverju kvæði, og lagaði stundum vísurnar eftir atvikum. Tumi sonur hans söng undir með honum; hann var á ald- ur við mig, viðlíka fjörugur og faðir hans, söngmaður góður og glettinn. Við vorum á- höfn bátsins, allir þrír, og létum við ekki bíða að fara út á skip, þegar þeir voru komnir, því að eigandinn hafði þegar beðið talsverðan skaða af bátnum fyrir alla þessa töf. Undir eins og við vorum búnir að koma dóti okkar á skip, lögðum við af stað. Vindur var hagstæður, Tumi gamli settist við stýri, 6n við tveir dróg- um upp ségl og létum dálítinn Nýfundnalands- hund hjálpa okkur til, því að gamli Tumi hafði vanið hann við það að toga í kaðla og draga upp bönd við ferjustörf sín áður. Skriðum við svo hratt ofan eftir ánni, en Tumi gamli söng við raust svo heyrðist til beggja landa: Upp í byrinn með alla klúta óðfluga kjölurinn brýtur sæ, nú gengur það liðugt í blíðuni blæ, til brúðar heim farðu’ að dansa, mín skúta. »Tumi, þú þarna slóði, er böggullinn til hennar móður þinnar vís? Við verðum að stanza við Baltersea-vík, Jakob, og senda dótið í land, til þess að kerlingin geti þvegið það, því annars fáum við ekki hreina skyrtu á sunnu- daginn. Láttu þínar skyrtur fljóta með, Jakob, hún er til með að vinda úr þeim líka. Hún var vön að þvo fyrir alla mötunautana. Herðið ykkur nú, strákar, og takió eitt tak enn þarna í böndin — svona drengir. Upp með seglin í blásandi byr og byrjið svo kátan og fjörugan söng þegar vindurinn þýtur og stynur við stöng, þá er stefnan í lagi, en ekki fyr. Tumi, hvar er tepotturinn minn? Komdu, drengur minn, nú verður að blístra til morg- unverðar; Jakob, þarna hangir kaðalendi út- byrðis. Láttu mig hafa teið mitt, Tumi, svo ætla eg að stýra með annari hendinni en drekka með hinni, en láta fæturna óumtalaða. Eg met e'nskis virðing og mannanna dóm tié misfengið auðlegðar tái. Eg tala’ ei við guð um nein ‘ímanleg hnoss — 7

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.