Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Síða 12

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Síða 12
60 NYJAR KV0LDV0KUR Sigfús tók í árina annari hendi og ætlaði að færa hana frá. En hún var einhverstaðar föst. Hann vissi ekki hvar, og hann vildi ekki tefja sig við hana. Hann ýtti henni út undir borðið svo vel sem hann gat og jós svo. En árin tafði fyrir honum og austurinn var óliðlegur. Pétur veitti því strax eftirtekt. »Ætlar þú ekki að reyna að tæma bátinn? Getur þú ekki tekið árina frá þér? Heldur þú að þetta dugi, ef við fáum ágang?« Sigfús brást við og tók árina. Hann að- gætti hvar hún var föst, og sá, að hlummurinn var fastur þar undir þóftunni. Pá vegur hann hana upp og ætlar að leggja hana yfir í hitt borðið. En hann varaði sig ekki á storminum Arin tók mikið veður á sig og hann mysti hana útbyrðis. Hann ætlaði að grípa hana, en bátur- inn var á svipstundu kominn langt frá henni, Hann leit til Péturs. Pétur sagði ekkert, en Sigfús las ekkert annað úr svip hans og þögn- inni en það, að hann Iangaði til að segja meira til hans en hann kæmi sér að að þessu sinni. í sama bili og Sigfús beygir sig að austr- inum aftur, féll stór sjór í bátinn. Sá sjór var öllu stærri en sá fyrri og báturinn var ekki nærri þurausinn fyrir. — Pað vantaði því mik- ið á, að Sigfús gæti ausið svo röskan, sern þörf var á, þrátt fyrir hans góða vilja og viðleitni. Pétur kallaði því til Halls: »Þú verður að setja fokkuna fasta og koma hingað til að ausa. Pað þýðir ekki að hafa hann Fúsa í austrinum hann sem ekkert getur manni til hjálpar.* Hallur batt fokkuskautið fast á svipstundu og hljóp af þóftu á þóftu að austrinum. — Hann tók trogið af Sigfúsi og sagði honum að fara frá. Sigfús vissi ekkert hvað hann átti að gjöra af sér, og áður en hann hafði ráðið það við sig, hafði Hallur endurtekið þá skipun sína, að hann skyldi fara frá, og hann fann að hann var fyrir honum. »Ætlar þú að standa fyrir manninum?« þrumaði Pétur. »Reyndu að komast fram í bát- inn og liggja þar einhversstaðar, sem þú tefur ekki fyrir.« Sigfús fór þegar fram á, og Sigbjörn sagði honum hvar hann ætti að vera. Pegar hann var nýseztur, sá hann, að enn tók báturinn sjó á sig og rétt á eftir annan minni, — Svo kom hvíld — Hallur var rétt að enda við að þurausa bátinn, þegar annað kast kom. Pað var hið langversta sem komið hafði. Hver sjórinn á fætur öðrum gékk inn í bátinn. Hallur hafði ekki við að ausa. »Á ekki að fleygja afla úr bátnum til að létta hann?« spurði Hallur. »Petta er orðið þvílíkt helvítis veður!« »Haldi þessu áfram, þá verðum við sjálf- sagt að að kasta út,« sagði Pétur. En Sigbjörn sá að ef þessu héldi áfram* þá mundi einmitt aldrei þurfa að létta bátinn, ef það yrði ekki gert strax. Hann beið því ekki eftir skipun frá Pétri með að framkvæma það, heldur sagði hann Sigfúsi að fleygja fiski út úr framrúminu. Sigfús byrjaði þegar á því verki og vanst vel við það. En Sigbjörn sá, að það dugði ekki að létta bátinn eingöngu að framan. Hann vafði því skautinu um mastrið — því stormurinn var orðinn svo mikill að báturinn þoldi lítið meira en fokkuna — og stökk aftur í bátinn. Peir köstuðu út rúmum helming af aflanum. Pétur horfði þegjandi á það. Hann gat eigi gefið þeim skipun um að fleygja út afla, en honum fanst samt að sér létta, þegar hann heyrði skipun Sigbjarnar og sá tiltektir hans, og lét hann hindrunarlaust halda starfi sfnu á- fram, svo lengi sem hann vildi. Eftir að þeir höfðu létt bátinn, varði hann sig mikið betur, svo Hallur gatþurausið hann. Sigbjörn fór þegar að fokkunni, en Sig- fús settist á þóftuna við siglutréð. -- Pað var margt sem gerði vart við sig í hugsunarlífi hans þar. Ekkert kom hcnum samt til hugar lífs- hættan sem hann var staddur í. En það var annað, sem kom í huga hans og olli honum leiðinda hugsana. Pað var endurminning nýaf- staðinnar frammistöðu hans. Hann fann sárt til þess að geta ekki veitt þeim neitt lið á bátn-

x

Nýjar kvöldvökur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.