Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 3

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 3
JAKOB ÆRLEGUR. 51 Jæja að því leyti ertu góður og skylduræk- inn sonur á meðan sykurinn er til. En nú vil eg að Jakob sofi hérna hjá mér í káetunm'. Þú getur haft þitt ból frammí. * »Pað finst mér hrein óhæfa; því á að að- skilja föður og son?« »Ekki beint þá, heldur soninn og grogg- flöskuna.« »F*að er jafnilla gert; því á að aðskilja tvo góða vini?« »Af því að hann er þér ofviða og veltir þér stundum út af.« »En eg fyrirgef honum það af öllu hjarta — það er alt í gamni..< »í>ú ert mesti lómur, Tumi; en þér dugir ekki að ætla að kjafta þig út úr þessu. Sterkir drykkir eiga ekki við stráka eins og þig, og þú ert á góðum vegi að vaxa í óreglunni.« »En vex eg ekki líka í hinu. Eg vex á tvær hliðar.« »F>ú yxir betur, ef hitt væri ekki með.« »Mig langar ekkert að vera svo stór, að að það þurfi að stýfa neðan af mér.» »Eg á það nú því að þakka að eg var svona stór, að eg lifi enn; kúlan sem tók undan mér fæturna, hefði tekið þig sundur í miðjunni, kút- urinn þinn.« »Og kúla, sem tæki af þér höfuðið, færi fyrir ofan höfuð á mér — alt jafnar sig.« »F>arna er grogginu óhætt,« sagði gamli Tumi, stakk flöskunni í skápinn, læsti og stakk fyklinum í vasa sinn. »Nú skulum við koma upp á þiljur.« Eg tek þetta samtal til þess að sýna, hvern- ig samkomulagið var milli þeirra feðganna. Tumi •itli elskaði föður sinn, en var glettinn og þótti gott í staupinu, en hvorki var hann óhlýðinn né lastafullur. Við vorum komnir nær út að Battersea-völlum, þegar þeir komu upp. F>ar var Tumi sendur í land til þess að fara með fata- Böggul til móður sinnar. F>egar hann kom aftur úr landi, stanzaði Tumi á miðri leið, en móðir hans stóð á bakk- anum og horfði á eftir honum. »Tumi, Tumi,« kallaði móðir hans og steytti hnefann að honum, þegar hann beygði sig ofan í bátinn; »Ef þú gerir það, Tumi.« »Tumi, Tumi,« kallaði faðir hans og steytti líka hnefana, »ef þú vogar það, Tumi.« En Tumi var í hvorugs -þeirra hnefafæri. Hann tók flösku upp úr körfunni, sem móðir hans hafði fengið honum, og saup vel á. »Pað er nóg, Tumi,« kallaði móðir hans úr landi. »Það er ofmikið, þorparinn þinn,« kallaði faðir hans úr bátnum. Tumi lét hvorugt á sér festa, tók sinn hlut og reri svo með mestu stillingu út að bátnum og lét körfuna og hreinu fötin upp á þiljnrnar. Svo rétti hann bátslínuna að föður sínum, og sá eg þegar að karl ætlaði að lúskrá honum með endanum í henni. En Tumi sá við því. Hann skaut bátnum fram með og skauzt þar upp á þilfarið áður en faðir hans náði að staulast þangað. Stóra lúkan var opin og varð- ist Tumi við hana og fór svo að semja við föður sinn. »Hvað er að, faðir minn?« sagði Tumi og gaut hornauga til mín um leið. »Hvað er að, asninn þinn? F>ví ertu svo ósvífinn að snerta flöskuna? »Flöskuna? Hún er þarna og er jafngóð og hún hefur verið.« »F>að er groggið sem eg á við; því ertu svo bíræfinn að drekka það?« »Eg var mitt á milli mömmu og þín, og eg drakk svo minni ykkar og óskaði ykkur langra lífdaga. Er það ekki að vera góður og hlýðinn sonur?« »Eg vildi eg væri búinn að fá fæturna aftur.« »F>ú meinar víst groggið aftur, faðir minn, en þá er eg hræddur um að þú yrðir aldrei fastur á fótunum.« Svo þvældu þeir um stund. Gamli Tumi ætlaði svo að læðast að litla Tuma og gera honum ráðningu, en festi sig, þegar hann var að klofast yfir múrsteinahrúgu og gat ekki los- að sig. »Tumi, Tumi,« kallaði hann upp, »komdu hérna að losa mig.« »Ekki eg,« svaraði Tumi þurlega. r

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.