Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 5

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 5
JAKOB ÆRLEGUR. 53 ofan til félaga minna. Reir tóku mér eins og þeir heimtu mig úr helju. Svo staulaðist gamli Tumi í land til þess að tala við bátseigandann um það, hvað nú lægi næst fyrir, og kom svo aftur að l/tilli stundu liðinni.með eina tylft af reyktri síld í hendinni. 'Hana, Tumi, steiktu þessar rauðklæddu kindur handa okkur. En hvaða karl hefur það verið, sem eg sá inni hjá húsbóndanum, lang- ur vel, og með þeim feikna botnnám í and- litinu, Jakob? Við eigum nú að fara til Sherness og eg á að láta hann fara á land við Green- wich.« »Hvað? Skólameistarinn, Dómine?« sagði eg; eg þekti hann undireins af lýsingunni, »Eitthvað byrjaði nafnið hans á D., en ekki var það svona.« »Dobbs.« »Já, eitthvað var það líkt því. Hann ætlar með okkur til þess að heimsækja veikan vin sinn. Nú, Tumi, komdu nú með pottana þína, Eg þarf nú að fara að fóðra mig innvortis.® Að nokkrum tíma liðnum kom skólameist- arinn niður að bátnum og hafði með sér far- angur sinn. Eg spurði hann, hvort hann væri tilbúinn að stiga á ákip, »Já, eg er viðbúinn,« svaraði Dómíne. »Eg hef hér í bögli öll rnín föt, yfirhöfn og regn- hlíf — en hvar eg á að sofa, er mér enn ekki tilkynt. Eða sofa menn alls ekki — á slíkum hættuferðum?« »Jú - eg skal Ijá yður bólið mitt, en sef sjálfur hjá litla Tuma.« »Hafið þið líka ungan Tuma með gamla Tuma hér á skipinu?« »Já. og hund líka, sem heitir Tommi.« »Jæja, þá skulum við stíga á skipsfjöl, og þú átt að gera mig kunnugan þessari Tuma- þrenningu (hu — hu — hu—)« Svo kvaddi hann Drúmmond svo hátíðlega, eins og tvísýni væru á að hann mundi koma heim aftur úr öllum háskasemdum þessarar ferðar, og svo fór eg með honum út á bátinn. Hann var reyndar meir aen lítið smeikur, þeg- ar hann var að staulast upp gangfjölina, en jafnaði sig nokkurnveginn, þegar hann kom upp á þiljurnar, »Lotningarfylst góðan dag, gamli heiðurs- maður,« kvað við rödd á bak við skólameist- ara. Rað var gamli Tumi. nýkominn upp úr káetunni. Dómíne sneri sér við og starði á hann undrandi. »Petta er gamli Tumi,« sagði eg við hann. »Er það svo? Þú hefur aldrei sagt mér, Jakob, að líkamahlutföll hans væru stytt, og eg varð hissa. Eruð þér Dux (foringinn)?« »Já,« tók ungi Tumi fram í; hann kom framan af skipinu; »hann er dúkönd og vagg- ar á slúfunum. En hver er gæsin, skal eg ekki segja.« »Varaðu þig, Tumi, að þú verðir ekki plokkaður eins og gæs fyrir framhleypnina,« sagði gamli Tumi. »Efnilegur drengur,« mælti skólameistari. »Já, eg hef efni á að vera hér á skútunni.« »Ertu þá líka efnilegur til lærdóms? geturðu þá sagt mér, hvað gæs heitir á latínu?« »Já, það held eg að eg geti,« svaraði Tumi, »það er brennivín.« »Brennivín?« át skólameistari eftir, »nei, barn mitt, það er anser.« »Jæja, það er nú sama; þér hafið svarað því.« »Greindur piltur, þetta (hu —hu)« »Nógu greindur til þess að vera svörull, gamli heiðursmaður, en annars er ekkert ilt í honum.« »Pað er víst ungi Tumi, geri eg ráð fyrir. Jakob,« sagði skólameistari við mig. »Já herra, nú eruð þér búinn að sjá gamla Tuma og unga Tuma, en nú er Tommi eftir.« »Viljið þér sjá Tomma, herra?« mælti Tumi, »Tommi, Tommi, komdu hérna.« En Tommi var í mesta annríki að naga bein fram í stafni og kom ekki, svo að skóla- meistari fór nú að athuga fljótið. Rar var alt á iði, bátar og prammar á harðaflugi fram og aftur, vagnar komu og tæmdu þá eða hlóðu, verkamenn hlógu og höfðu hátt og alt var á fleygiferð.

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.