Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Page 2

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Page 2
50 NÝJAR KV0LDV0KUR. Rá tók litli Tumi fram í með hvínandi drengja- hljóðum um leið og hann rétti honum te- pottinn: »nema’ af tevatni logheita skál.« »Pegi þú munni, ferjukokkur — hvað ert þú að blanda þinni einskildings blístru inn í þetta? Hvað hásjávað er núna, Tumi?« »Prír fjórðu úr fjöru.s »F*að er ekki satt, gapinn þinn. Hvað er það, Jakob?« »Eitthvað hálffallið út, held eg.« »Rað er rétt. Og hvað ætli sé þá djúpt hérna núna?« »F*ér verðið að stýra vel fyrir oddann. F*að grynnir.* »F*að er gott, drengur minn; eg hélt það væri svo, en var ékki viss um það,« og svo söng karl með fallegu lagi: Að þykjast mjög vitur og hreykja sér hátt það hefur oft margan svikið; því haltu þér stöðugt í eina átt beint áfram hið rétta strykið. »Ert það þú, gamli Tumi?« kallaði þá mað- ur úr öðrum ferjubát. »Jú, jú, það sem eftir er af mér, hjartans vinur.« »Rú nærð ekki í brýrnar í þessari fjöru; hann er þéttingshvass upp vogana.« »Gerir ekkert til — við gerum hvað við getum. Þegar ekkert hagl né hríð hlunna lemur jóinn, þá er hugljúf hvíldartíð, hægt að líða’ um sjóinn.* »Ágætt hjá þér, gamli Tumi; en því læturðu ekki strákana kasta út öngli — allir fiskarnir góna og glápa að hlusta á sönginn úr þér,« kallaði maðurinn um leið og vindur og straum- ur skildi bátana. Svo fóru þeir feðgar ofan í káetu til að koma fyrir dóti sínu, en eg settist undir stjórn. »F>etta er almennileg skrá,« sagði gamli Tumi, og eg heyrði um leið smella í skránni, sem varð til þess 'að mér var kastað fyrir borð. »Heyrðu, Tumi, þú lætur það vera að opna þennan skáp, og þess vegna geymi eg sykrið og groggið þar, ræninginn þinn, því það vill verða uppgangssamt ef þú ert ráðsmaður. Því grogg er á stjórborða og bakborða bezt við bugspjót og siglur og logg, og þar sem hið glöggvasta sólmerki sést hef eg suður- og norðurpól grogg « »En ekki er nú samt áreiðanlegt að stýra eftir því, pabbi,« svaraði Tumi. »Og þess vegna er þér bezt að eiga ekkert við það, Tumi.« »Eg tek bara svolitla ögn, til þess þú takir ekki ofmikið.« »Eg þakka þér það ekki; hvenær hef eg tekið ofmikið, þorparinn þinn?« »Ekki ofmikið fyrir mann sem stendur á sínum eigin fótum, en ofmikið fyrir mann, sem stendur á tveim prikstúfum.« »F*egi þú, meistari góður, eða eg skrúfa annan prikstúfinn af og læt hann gang á hryg- num á þér.« »Eg skýzt undan áður en þú nær mér — og hvað gerirðu svo, pabbi?« »Klófesti þig, þegar eg næ í þig næst.« »Hvað dugir það — þér rennur ætfð reið- in á tíu mínútum.« »Æ, það er satt, Tumi; og þakkaðu guði þínum, að þú hefur báða fætur heila en vesl- ings faðir þinn enga.« »Eg þakka líka guði oft fyrir það, það er víst og satt, en hvað hefurðu nú upp úr því að reiðast út af svolitlu rommtári og sykur- mola?« »Af því að þp tekur meira en þú átt að hafa.« »Jæja, þá tekurðu minna og alt kemur í sama stað niður.« »Og j»ví ætti eg að taka minna fyrir það?« »Af því að þú ert ekki neina hálfur maður. Pú hefur enga fætur að forsorga eins og eg.« »F*á ætti eg einmitt að fá meira mér til huggunar eftir að missa þá.« »Nei, því þegar þú mistir þá, mistir þú kjalfestuna, og þessvegna máttu ekki sigla of- niörgum seglum, því að annars kynnir þú að velta fyrir borð einhvern góðan veðurdag. F*ú sér því, að eg geri það þér til góðs að drekka groggið.*

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.