Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 23

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 23
BRÚÐKAUP LEIKARANS. 71 Brúðkaup Jeíkarans. John Philipp Kemble (1757 - 1823) var einn af beztu leikurum í Englandi á sinni tíð. Fað- ir hans var leikari og leikhússtjóri, en vildi með engu móti láta son sinn verða leikara, heldur ganga^mentabrautina. En Kemble yngri strauk úr læroa skólanum, slóst í för með far- andleikurum, var með þeim árum saman og varð þá oft að lifa við sult og seyru. Loksins komst hann til Lundúna og var ráðinn við Drurylane-leikhúsið til þess að leika smá hlut- verk, en var goldið smánarkaup fyrir. Pá vildi svo til að Kemble varð dauðskot- iun í dóttur hvíslarans við leikhúsið, og hún í honum. Þau dauðlangaði til að giftast sem fyrst, en það var ekki auðhlaupið að því; þau áttu ekki grænan eyri til þess að stofna bú fyrir og gátu ekki búist við neinum styrk af öðrum. En þá höguðu forlögin því þannig, að þeim varð að þessari heitu ósk sinni, og það á þann veg, að þau hefðu aldrei dirfst að láta sig dreyma annað eins. Kemble var framúrskarandi laglegur maður og dóttir eins lávarðarins, alþekts þingmannsá þeirri tíð, kom hvað eftir annað í leikhúsið og sá Kemble leika. Lávarðsdóttirin hafði blóð í heitara lagi, og varð svo blindskotin í Kemble. Hún vildi giftast honum, láta hann nema sig á brott og ritaði honum hvert ástárbréfið á fætur öðru. Faðir hennar komst brátt á snoðir um þetta, varð alveg frá sér út af því og sá að lokum engin önnur úrræði en að fara heim til Kemble og tala við hann um þetta. »Herra minn,« sagði lávarðurinn, > Elísabet dóttir mín er blindskotin í yður.« »Eg er ekki frá því,« svaraði Kemble og ypti öxlum, »en þér megið reiða yður á að eg hef enga ástæðu gefið til þess.« »Hún vill láta yður nema sig á brott.« »Já, hún hefur skrifað mér svo; eg hef ekki svarað því bréfi.« »Pað er sama; eg er hræddur um —.« »Þér þurfið ekkert að hræðast af minni hendi, herra lávarður.« »Herra minn; eg á bágt með að gæta skyldu- starfa minna fyrir þessu; eg er altaf að hugsa um dóttur mína, eg verð að vaka yfir velferð aumingja barnsins.« »Pað er leiðinlegt; en hvað get eg gert að því?« íEg veit eitt gott og óbrigðult ráð.« »Hvað þá?« »Þér ættuð sem fyrst að kvongast einhverri annari. Pá mundi dóttur minni batna.« »Eg vildi gjarna uppfylla ósk yðar, herra lávarður; það er mín heitasta þrá að ganga að eiga heitmey mína.« »Svo þér eruð þá trúlofaður?« »Já, víst er svo.« »Það er ágætt,« sagði lávarðurinn himinlif- andi. »Kvongist þér þá sem allra fyrst.« »Því miður get eg það ekki.« »Og því þá ekki ?« »Við erum bæði of fátæk. Heitmey mín er dóttir hvíslarans við leikhúsið. Hún á ekki ann- að en fegurðina og þokkann, og eg á ekki annað en leikgáfuna og slíkt er ekki metið til mikils verðs sem stendur.« »Eg kann ráð við því. Hafið þér skriffæri?« »Hérna eru þau, herra lávarður,« Lávarðurinn settist við borðið og ritaði tvær ávísanir til gjaldkera síns og nam hver þeirra 500 sterlings-punda. »Þetta verður víst nóg til að hjálpa yður,« sagði hann svo; »aðra ávísunina getið þér fengið greidda nú þegar, og hina daginn eftii brúðkaupið.« »En eg get ekki tekið við öllu þessu, herra lávarður,« sagði leikarinn. »Jú, blessaðir verið þér, gerið þér það endi- lega, þá léttir af mér áhyggjunum.« »Ef svo er, herra lávarður, skal eg með þakklæti taka þessu höfðinglega boði yðar,« »Hvenær getur þá brúðkaupið orðið?« »Eftir viku, ef við höfum hraðann á.« »Gott herra minn, um fram alt sem fyrst!« Og svo fór lávarðurinn. Þau voru ekki lengi að hugsa sig um, hjóna- efnin, voru harðgift innan viku. Fé lávarðarins entist vel og lengi. John Kem- ble fór smátt og smátt að leika stærri og erfið- ar hlutverk, fékk brátt orð á sig og latin hans fóru hækkandi með hverju ári. Hjónabandið var hreinasta fyrirmynd. Dóttur lávarðarins snerist alveg hugur, þeg- ar hún frétti um giftingu leikarans. Hún giftist seinna ríkum Indverja og er ekki annars getið, en að hún hafi verið ánægð með hann. 1

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.