Nýjar kvöldvökur


Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Qupperneq 16

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Qupperneq 16
64 NYJAR KV0LDV0KUR »Eg og mínir menn munu berjast sein djöflar, og þegar búið er að strádrepa Frakka niður, gefur þú mér Fatíme dóttur þína fyrir konu.« »Rað stendur óhaggað.« Reir fóru út, en Laroche mælti lágt við Bourget: »Hvað sem gerist þessa nótt, máttu ekki láta mín getið með einu orði, félagi.« »Eg skal þegja eins og steinn.* »Rað er gott.« Stundu síðar var hann út við brunninn; kom þá Fatíme þangað með vatnskrukku, og sagði hann þá við hana: »Teymdu Ni-Ni á tiltekinn stað um lág- nættið, þegar allir sofa, og fylgdu mér til henn- ar. Hafðu pístólurnar með og láttu þær vera hlaðnar. Faðir þinn hefur þær.« »Nei, eg hef þær, elskaði maður. Faðir minn er riðinn burt með E1 Ghezir.« »Það er gott; vertu stundvís, við flýjum, elsku mær, og svo verður þú konan mín.« »Eg fylgi þér til enda veraldar.« Svo skildu þau. — Rað var liðið að lágnætti. Le Bourget svaf vært en Laroche vakti. Rá var komið við tjaldleðrið, og Laroce stóð upp og gekk út. Hönd Fatíme tók til hans og varpaði hvítri séikkju yfir einkennisbúning hans. Svo leiddi hún hann með sér út á milli tjaldanna í myrkr- inu, og fór krókótt. Að síðustu voru þau kom- in út úr herbúðunum; þá blístraði hún lágt og kom þá Ni-Ni óðara og nuddaði höfðinu smjaðrandi við öxlina á Fatime. Mærin studdi lófanum á lend hryssunni og sagði svo: »Nú lofar hún þér á bak. Eg sit kvenveg fyrir framan þig. Ef þú klórar henni við vinstra eyrað, hleypur hún eins og stormbylur. Stefnu hennar ræð eg með því að leggja lófann öðru megin á hálsinn. Svo ríðu þau eins og stormbylur, og voru komin í herbúðir Lamoriciéres fyrir dag. Laroche sagði þegar í mesta skyndi frá æfintýri sínu og svikræðum Sífars, og svo bað hann Lamoriciére leyfis að herpresturinn mætti þá þegar gefa þau Fatime og hann saman í hjónaband. Svo varð Fatime kona hans. Um hádegisbil komu þeir Sífar og El Ghezir í dularklæðuin í herbúðirnar, þóttust vera ó- breyttir Bedúinar og skiluðu bréfi Bourgets. Lamoriciére þóttist öllu trúa, lofaði að koma með hersveit manna, gaf mönnunum gjafir og lét þá svo hurtu fara. Þeir stigu á hesta sína og þeystu til herbúða sinna. Pá komst upp um kvöldið að Laroche var horfinn, en morguninn eftir fréttist að Fatime fyndist hvergi nokkurstaðar. »Hún hefur riðið út í eyðimörkina,« sagði Sífar, »eða farið að elta flóttamanninn; hann kemst aldrei langt.« Engum datt í hug neitt samkomulag þeirra í milli, en le Bourget fór að ráða í gátuna. Abd-el-Kader fór nú að búast til bardaga, en Laroché fór af stað með hersveitina snemma dags og reið Ni-Ni. Lamoriciére lét meginher- inn fara af stað um nóttina og taka sér þannig stöðvar, að hann gæti umkringt Abd-el-Kader og her hans. En hvorirtveggja komu aðeins sínu fram að nokkru leyti. Hersveitin, sem Laroche stýrði, fór inn í Gifrirdragið eftir farveginum, en var viðbúin áhlaupi. Áhlaupið mistókst því, og varð mann- fall mikið af liði Sifars. Hann komst nauðu- lega undan á flótta. Frakkar rændu herbúðir hans óg frelsuðu le Bourget. Ahlaup Abd-el- Kaders varð svo gagnslaust, Lamoriciére um- kringdi menn hans og gerði slíkan usla í Iiði hans, að það hefði verið úti um hann með öllu, ef hann hefði ekki haft saltforæðin rétt við hlið sér. Bedúinarnir þeystu út yfir foræð- in og sluppu þannig. Frakkar voru ofókunn- ugir landinu til þess að geta elt þá um slíkar vegieysur. Lamoriciére lét því menn sítia nema staðar og vonaði að hann mundi geta að fullu unnið bug á óvinaliðinu á öðrum stað og fengið það

x

Nýjar kvöldvökur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.