Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 11

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 11
JAKOB ÆRLEGUR. 59 »Nei, nei,« svaraði skólameistari, »að vísu er dýrara að ferðast á landi, en það er ekki eins hættulegt. Rakka yður fyrir, Dúx vinur. Er dótið mitt hérna?« Eg játti því. Svo rerum við undir honum í land, og hann tók böggul sinn og regnhlíf og gekk upp bryggjuna, kvaddi okkur áður með handabandi og tár stóðu í augum hans þegar hann fór. »Eg vildi eg hefði orðið fullur í hans stað,« sagði litli Tumi; »hann tók sér það svo nærri, aumingja karlinn.« »Hann hefur mist virðinguna fyrir sjálfum sér. Láttu það verða þér til viðvörunar.« »Eg hef nú oft orðið drukkinn, en aldrei niist annað en vitið, og það kom aftur, þegar groggið fór. Eg skil ekki í að menn þurfi að taka sér nærri, þó menn fái heldur mikið —eg tek mér það nærri ef eg fæ oflítið. En nefið á honum —það er það mesta ferlíki, sem eg’hef séð; eg ætlaði að skella upp úr þegar eg sá það. En eg sat á mér, því eg vissi að hann mundi taka það nærri sér.« xRakka þér fyrir það, Tumi.« Pegar við komum út að bátnum, festum við ferjuna og fórum upp. Gamli Tumi stóð við stýrið og sagði: »Eg hefði aldrei trúað því, Jakob, að eg yrði feginn að karltetrið færi frá borði; og þó er eg feginn, allshugar feginn, að hann er farinn. Hann hefur legið eins og klettur á samvizku minni í allan morgun. Hr. Drúmm- ond trúði mér fyrir honum, — og svona fór það nú samt, að eg ginti hann til að verða eins og fífL En það verður ekki gert við því héðan af, hann er eins og barn, og því verra var það.« ' Og svo héldum við áfram. Framh. -— SJÓFERÐIN. Eftir Mýrmann unga. Niðurl. Altaf jókst stormurinn og brimið. Báturinn þoldi ekki orðið öll seglin. »Fúsi leystu hefjarann og hleyptu gafflinum niður,« kallaði Pétur. Sigfús brást við. Hann leysti hefjarann með tveim snöggum handtökum, stökk upp á þóft- Una, sem siglutréð var sett í, lagði gaffalinn niður með siglutrénu og vafði með hefjaranum. Þetta gerði hann liðlega og Sigbjörn brosti anægjulega til hans, þegar hann hljóp aftur að austrinum. En um leið og hann kom að austrinum, féll stór sjór að bátnum og inn í hann, svo að hann fyltist til hálfs. — Sigfús vissi nú ekkert hvernig hann átti að haga sér til þess að hafa Seni röskastan austur. Pétur var fljótur að veita því eftirtekt, að Sigfús var seinn að hefja austurinn, hann kall- aði því til hans: »Hvað erað sjá til þín, Fúsi, er þér alveg einleikið að ætla ekki að létta bátinn, áður en annar sjór kemur?« Sigfús tók snögt viðbragð, fylti austurtrogið og kastaði sjónum út. — En hann gætti þess ekki að hann kastaði út vindborða og sjórinn kom mestur inn í bátinn aftur. »Hvaða skelfing er að sjá til þín,« sagði Pétur. »Getur þú ekki séð, hvernig bezt er að standa að austrinum? Heldur þú, að það gangi bezt með því að ausa inóti vindinum?« Sigfús snéri sér fljótlega við. Hann hafði sannarlega hug á að flýta sér. Hann sökti uppí trogið og ætlaði að kasta út úr því. En hvað er þetta! Ein árin lá þar út í borðinu'; trogið lenti í hana og alt fór úr því inn í bátinn aftur. »Guð hjálpi þér, barn!« sagði Pétur, »skelf- ing er að sjá þetta! Ætlarðu engu að geta komið út úr bátnum? 8*

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.