Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 10

Nýjar kvöldvökur - 01.03.1913, Blaðsíða 10
58 NVJAR KV0LDV0KUR. nú £ð geta litið framan í þig, Jakob minn? Margt máttu nú húgsa um þann, sem hingað til hefur verið kennari þinn og leiðtogi.« Og hann fleygði sér aftur ofan í bólið og horfði undan. »Pað var ekki yður að kenna,* svaraði eg til þess að hughreysta hann. »Pér vissuð ekki hvað það var, sem þér drukkuð — vissuð ekki að drykkurinn var svona sterkur. Gamli Tumi hefur gabbað yður.« »Nei Jakob, slíkt balsam má eg ekki Ieggja á hjarta mitt. Eg hefði átt að vita það — nú man eg þú varst að aðvara mig, og hniptir svo fast, að þú reifst af mér frakkalafið — og eg skeytti því ekkert — eg má skammast mín — kennari yfir áttatíu drengjum.« »Pað var ekki eg, sem reif lafið af — það var hundurinn.« »Ja—Jakob, margt hef eg heyrt um hyggni hundanna, en ekki hefði eg trúað því, að mál- laus skepnan sæi úr mér heimskuna og vildi aðvara mig. Hvílík býsn. En — Jakob, segðu mér nú satt og rétt frá syndafalli mínu eins og það er.« »Pér sofnuðuð, herra, og við komum yður í bólið.« »Hver gerði mér þann greiða?« »Litli Tumi og eg. Gamli Tumi var ekki fær um það.« »Eg er orðinn minni maður, Jakob.« »Og hvaða vitleysa,« sagði gamli Tumi; hann hafði heyrt til okkar og kom inn í ká- etuna. »Pér fenguð yður ögn meira en í með- allagi — og hvað gerir það? Pað eru ekki nema ræflar, sem aldrei drekka sig glaða. Haf- ið yður nú upp, baðið yður rækilega í Temps- árvatni og svo verðið þér eins og nýsleginn skildingur.« »Eg hef verk í höfðinu; það er eins og blýkúla velti á milli gagnaugnanna; en eg á það skilið.« »Pað fer svo stundum, ef maður dorgar heldur léttúðlega; létt hjarta að kvöldinu gerir þungt höfuð áð morgninum. Eg ætti að þekkja það. En hvað er ilt í því? Eg set gott á móti illu, tek refsingunni karlmannlega.« »Dúx vinur, — því svo verð eg þó að kalla yður — þér takið þó ekki brotið frá sið- ferðilegu sjónarmiði.« »Siðferðilegu — hvað þýðir það?« »Eg meina með því, að drykkjuskapur er synd.« »Drykkjuskapur synd — er það það, að það sé synd að drekka sig kendan? Eg held guð almáttugur hafi gefið oss drykkjarvörurnar til þess að gleðja oss af þeim, og það væri van- þakklæti við hann að gera það ekki við og við — á skynsamlegan hátt?« »Hvernig komið þér því heim að drekka sig drukkinn á skynsamlegan hátt?« »Eg er á því, að þegar á að vinna, þá á að vinna, en þegar ait er í lagi og ekkert að gera fyr en nieð morgni, sé eg ekki að neitt sé í móti því að hressa sig eitt kvöld í bili. Hafið þér yður nú upp, herra. Við erum rétt komnir á móts við spítalann, og þar eigum við að setja yður í land.« Skólameistari komst nú upp á þiljur og litli Tumi bauð honum góðan dag með mestu lotningu. Mér hafði altaf fundist hann hjarta- góður og hugsunarsamur þrátt' fyrir alla ó- svífnina og hrekkina. Hann vildi nú ekki glett- ast við skólameistara, til þess að særa ekki tilfinningar hans. Gamli Tumi tók nú stýrið, litii Tumi bjó til morgunverð, en eg náði í fulla fötu af vatni til þess skólameistari gæti baðað andlit sitt og kælt á sér nefið. Hann hrestist við baðið og stóran bolla af te, og þegar það var búið, vorum við rétt fram und- an spítalabryggjunni. Tumi hljóp í bátinu og dró hann nær, eg tók hina árina. Skólameist- ari tók í hönd gamla Tuma og sagði að skilnaði: »Pér hafið meint það vel, og þess vegna vil eg kveðja yður vinsemdarkveðju, Dúx vinur.« »Guð veri með yður,« svaraði gamli Tumi, »eigum við að taka yður með þegar við kom- um aftur?«

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.